Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 64

Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 64
350 KIRKJURITIÐ stjórninni að verja nokkru fé. Og mun ríkisstjórnin hafa fullan hug á framkvæmdum í því máli. Hefir kirkjumálaráðherra skipað þriggja manna nefnd til þess að gjöra tillögur um endur- reisn Skálholts og framtíðarskipulag staðarins og hafa í því efni samráð við biskup. í nefndinni eru nú Hilmar Stefáns- son bankastjóri, formaður, Magnús Már Lárusson prófessor, ritari, og séra Sveinbjörn Högnason prófastur. Er nefndin þegar tekin til starfa og miðar þau við það, að reist verði að fullu kirkja í Skálholti sumarið 1956, prestsseturshús, svo og öll nauðsynleg hús til búrekstrar. Ýms mál varðandi Skálholt bíða þó enn úrlausnar, og hefir því séra Eiríkur Stefánsson verið settur fyrst um sinn til þess að þjóna Skálholtspresta- kalli, svo og gegna prófastsstörfum í Árnessprófastsdæmi. Kirkjuráðsfund hélt ég 15., 18. og 19. febr. með kirkjuráðs- mönnum. Tveir þeirra voru þá nýkjörnir af héraðsfundum, þeir Gísli Sveinsson f. sendiherra og Gizur Bergsteinsson hæsta- réttardómari. En einn, séra Þorgrímur Sigurðsson, hafði þá verið kosinn ásamt mér af andlegrar stéttar mönnum fyrir einu ári. Ráðið var þannig ekki fullskipað, þar eð kjósa þurfti í minn stað. Kirkjuráðið tók mörg mál til meðferðar, og skulu hér að- eins nefnd þessi: Samið var um það við ísafoldarprentsmiðju h.f., að hún gæfi út sálmabókina, vandaða, í snotru og sterku bandi, og mætti verð hennar ekki fara fram úr 20 kr., er í hlut ættu kirkjur, safnaðarfélög, skólar eða efnalitlar fjölskyldur. Er þannig að nokkru leyti bætt úr því ofurverði, sem á bókinni hefir verið. Vona ég, að sama megi segja um fráganginn. Þeim tilmælum var beint til kirkjumálaráðherra, að hann skipaði 3 manna nefnd til þess að semja frumvarp til heildar- laga um málefni kirkjunnar. Mun ráðherra verða við þeim tilmælum. Kosning eins manns í kirkjuráð fór fram á tímanum frá 15. marz til aprílloka. Kosningu hlaut séra Jón Þorvarðsson. Kjörtímabil þessa kirkjuráðs verður til 1. ágúst 1958. Kirkjuleg blöð og tímarit hafa komið út hin sömu og áður. Kirkjublaðið hætti að koma út skömmu eftir lát biskups. En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.