Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 66

Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 66
352 KIRKJURITIÐ Ég tel það rétt, að þjóðinni allri gefist kostur á að fylgjast sem bezt með starfi og hag kirkjunnar, því að ekki varðar hana annað meir. Þjóðarsaga íslendinga og kristnisaga hafa verið svo nátengdar hvor annarri á liðnum öldum, að þær verða eigi greindar sundur. Og mun svo enn verða á komandi tímum. Lífsstraumur kristninnar, sem skýrslur bera vitni um, en geta þó aldrei lýst til hlítar, á að snerta hvert hjarta. Heill og heiður þeim, sem vel hafa unnið og dyggilega. Guðsþjónustur og altarisgöngur. Guðsþjónustur árið 1953 voru samkvæmt skýrslum prestanna 4502 eða 121 fleiri en árið áður. Almennar guðsþjónustur voru 3423, 3388 árið áður. Barna- guðsþjónustur 685, 568 1952. Aðrar guðsþjónustur 394, en 415 árið áður. Altarisgestir voru 6858 eða lítið eitt fleiri en árið áður, en þá voru þeir 6717. Útvarpsguðsþjónustur voru um 75 og prédikuðu 19 prestar. Fyrirlestrar og kveðjur. Um kvöldið flutti dr. Richard Beck útvarpserindi á vegum prestastefnunnar. Fjallaði það um trúrækni og þjóðrækni í sögu og lífi Vestur-íslendinga. En næsta kvöld flutti séra Sigurður Stefánsson útvarpserindi um séra Jón Þorláksson á Bægisá og skáldskap hans. Þriðjudag 22. júní hélt fundum prestastefnunnar áfram- Hófust þeir kl. 9,30 f. h. með morgunbænum í kapellu Háskól- ans, er séra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík flutti. Síðan voru fluttar kveðjur frá kirkjufélögum erlendis. — Fyrstur tók til máls dr. Carl Lund-Quist framkvæmdastjóri Heimssambands lúterskra kirkna, en íslenzka þjóðkirkjan er í því sambandi. Lýsti hann gleði sinni yfir því að hafa haft tækifæri til þess að heimsækja landið og vera hér viðstaddur biskupsvígsluna. Væri það von sín, að koman hingað mætti verða til þess að treysta enn böndin á milli íslenzku kirkjunnar og kirknasambandsins og hinna einstöku kirkna innan þess. Taldi hann kirkjur allra landa nú þurfa að sameinast betur en nokkru sinni fyrr til þess að vinna að því að leysa hin miklu vandamál yfirstandandi tíma, og nefndi þar meðal annars flóttamannavandamálin.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.