Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 70

Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 70
356 KIRKJURITIÐ sér fyrir því, í samvinnu við félög og stofnanir, þar sem það hefur ekki verið tekið upp enn. Friðarstarf lút. kirkna. í tilefni af heimsókn framkvæmda- stjóra alþjóðasambands lúterskra kirkna, dr. Carl E. Lund- Quist, lýsir prestastefna íslands því yfir, að hún telur, að ís- lenzku kirkjunni beri eftir megni að taka þátt í baráttu og starfi lútersku kirknanna fyrir bræðralagi og góðri sambúð meðal þjóða. Helgidagalöggjöf. Prestastefnan harmar það, hve lög um al- mannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar eru illa haldin víða um land, og felur biskupi að koma þeim tilmælum til allra lög- reglustjóra á landinu, að þeir framfylgi lögum þessum og veiti ekki undanþágur frá þeim nema í samráði við hlutaðeigandi sóknarpresta. Hinn almenni bænadagur. Prestastefnan lýsir ánægju sinni yfir því, hversu mikla hylli hinn almenn bænadagur hefir þegar hlotið með þjóðinni og skorar fast á alla söfnuði landsins að efla sem mest helgi og áhrif þessa dags framvegis. * Erlendar fréttir. Kirkja Ansgars? Nýlega hefir komið í Ijós við fornmenjagröft undir Slésvíkur- kirkju kór rómanskrar kirkju, að líkindum frá 9. öld. Ætla menn, að Ansgar hafi reist. 60 þúsund manns sækja kirkjuþing í Leipzig. í síðustu viku var þing þýzku mótmælendakirkjunnar haldið í Leipzig. Er það í fyrsta skipti, sem þingið er haldið í Austur- Þýzkalandi. Þetta þing er það sjötta í röðinni síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk. í tilefni af þinginu var aflétt hömlum á ferðum milli Austur- og Vestur-Þýzkalands. Til Leipzig streymdu 60.000 mótmælend- ur víðs vegar að úr Þýzkalandi. Þingfundir voru haldnir í sýningarskála Sovétríkjanna á vörusýningarsvæðinu mikla á Leipzig.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.