Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 71

Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 71
PRESTASTEFNAN 357 Við skáladymar var komið fyrir tveim risastórum trékross- Urn. Fáni mótmælendakirkjunnar blakti hvarvetna í Leipzig ^neðan þingið stóð. Við aðalgötumar voru reistir klukkuturnar, Þar sem kirkjuklukkur hringdu í fimm mínútur við hver klukkutímaskipti. Þingið var sett með því að öllum kirkju- klukkum Leipzig var hringt í 10 mínútur. Forseti þingsins, dr. Rheinold von Thadden-Triegla£f, hvatti 1 setningarræðu sinni til aukinnar samvinnu allra Þjóðverja. Kjörorð þingsins: Verum glaðir í voninni. * Innlendar íréttir. ^irkjubyggingasjóður Reykjavíkur. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri hefir lagt fram á bæjar- stjórnarfundi frumvarp að skipulagsskrá fyrir Kirkjubygginga- sjóð Reykjavíkur. Kvað borgarstjóri frv. þetta vera þannig til komið, að á síð- ustu fjárhagsáætlun 1953 og aftur 1954, hefði verið samþykkt að verja úr bæjarsjóði 1 millj. kr. til kirkjubygginga í bænum °8 væri hugsunin sú, að sjóðurinn ætti að styrkja kirkjubygg- rngar safnaðanna í Reykjavík með það fyrir augum, að þeir e>gnist hver sína kirkju. Samkvæmt frumvarpinu eiga tekjur sjóðsins að vera: Fram- lag Reykjavíkurbæjar á komandi árum til kirkjubygginga í Keykjavík, framlög til kirkjubygginga frá Kirkjugörðum Keykjavíkur, gjafir, arfar, áheit og aðrir slíkir styrkir og framlög, er ánafnaðir verða sjóðnum. Stjórn sjóðsins skal skipuð 3 mönnum, og séu 2 þeirra kjörnir af safnaðarráði Reykjavíkur og 1 af bæjarráði Reykjavíkur, til fjögurra ára í senn. Bæjarstjórn Reykjavíkur úthlutar styrkjum úr sjóðnum, að fengnum tillögum sjóðsstjórnarinnar. Úthlutun skal að jafnaði lokið fyrir 1. júní ár hvert. Skírnarfontur gefinn til Snartarstaðarkirkju. Á bænadaginn s.l. var tekinn í notkun og vígður skírnar-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.