Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 72

Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 72
358 KIRKJURITIÐ fontur í Snartarstaðarkirkju í Skinnastaðarprestakalli, N.-Þing. Grip þennan, sem er hinn fegursti, hafði Kvenfélag Núpasveitar gefið og þakkaði sóknarprestur gjöfina fyrir hönd safnaðarins. Skírð voru níu böm, og var það hin hátíðlegasta athöfn. IVlerk ályktun um kirkjumál. Stúdentafélag Miðvesturlands nær yfir Borgarf jarðar-, Mýra-, Snæfellsness- og Dalasýslu. Það hélt fjölsóttan fund nýlega. Þar var m. a. samþykkt eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Stúdentafélags Miðvesturlands, haldinn á Akra- nesi dagana 15. og 16. maí 1954, ályktar að lýsa því yfir: 1. Að hann telur hina kristnu lífsskoðun vera örugga undir- stöðu undir menningu og siðgæði í þjóðlífinu. 2. Að hann af þessari ástæðu vill stuðla að viðgangi kirkj- unnar í landi voru. 3. Að hann telur, að ríkinu beri að styðja kirkjubyggingar með f járframlögum, sem ekki séu minni en það veitir til skóla og félagsheimila, og vill vinna að því fyrir sitt leyti.“ (Eftir Bœjarblafiinu, Akranesi 22. maí). Sumarskólinn að Löngumýri fer ágætlega af stað. Námsstúlkur eru um 20, mjög áhuga- samur flokkur, flestar á aldrinum 15—16 ára. Kennsla fer að nokkru fram í fyrirlestrum. Sigurður Birkis söngmálastjóri hefir æft söng með nemendum. Og það er nú þegið. Skólalífið er glaðlegt og frjálslegt. Nýr foringi Hjálpræðishersins. Æðsta ráð Hjálpræðishersins í London hefir ekki alls fyrir löngu valið hernum nýjan foringja. Hann heitir Wilfred Kit- ching. Eftirtektarverð gjöf. Um það leyti sem Brezka og erlenda biblíufélagið í London átti 150 ára afmæli síðastliðið vor, bárust því £ 200.00 að gjöf frá verkamanni norður á Siglufirði, — Ágúst Gíslason heitir hann —, með þeim tilmælum að fénu skyldi varið til að gefa út Jóhannesar guðspjall á einhverju því máli, sem það hefði aldrei birzt á áður.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.