Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Síða 18

Kirkjuritið - 01.06.1956, Síða 18
256 KIRKJURITIÐ Þá og nú. Hér fer að lokum gömul sóknarfundargerð mönnum til íhug- unar bæði til gamans og alvöru: „Ar 1900, sunnudaginn 18. marz var almennur safnaðarfund- ur haldinn í B.... eftir messu, sem boðuð hafði verið með um- burðárbréfi dags. 29. janúar s. á. í þeim tilgangi að ræða um frumvarp neðri deildar síðasta Alþingis um breyting á launum presta, sem leita átti álits safnaðarins um. A fundinum mættu allmargir af búendum sóknarinnar og öðr- um þeim, sem presti ber að gjalda. Svo hljóðandi ályktun var samþykkt: „Fundurinn lýsir því yfir, að hann sé samþykkur téðu frum- varpi, að öðru leyti en því, að honum þótti laun presta of ójöfn og óskaði fundurinn eftir, að Alþingi sæi sér fært að leggja eigi nýja skatta eða tolla á fyrir því, sem prestunum yrði goldið úr landssjóði, heldur draga úr ýmsum miður nauðsynlegum smá- fjárveitingum, sem eigi svo lítið fé hefði gengið til á síðustu þingum, eða lækka eftirlaun embættismanna. En ef nýja tolla nauðsynlega þyrfti til þess að standast útgjöld þau, sem landssjóður yrði fyrir ef frumvarp þetta næði fram að ganga, þá óskaði fundurinn eftir, að útfluttar eða aðfluttar nauð- synjavörur yrðu ekki tollaðar né heldur hækkaður tollur á þeim vörum, sem þegar eru tollaðar, heldur kæmi hinn nýji tollur á ótollaðar miður nauðsynlegar aðfluttar vörur, t. d. chocolade, að- flutt kaffibi'auð, margarine eða eitthvað þess háttar.“ Já, margt hefir nú breyzt á mörgum sviðum. Mikið hafa kjör okkar prestanna batnað frá því í aldarbyrjun, enda hefir þjóðin öll sem betur fer nú ólíkt meira handa á milli. Og væri vel, ef vér kynnum eins vel með féð að fara og litum jafnt á almennan þjóðarhag og „gömlu ménnirnir." Gunnar Árnason.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.