Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 9
SÖNGUR NORNANNA 343 persa. Þeir móta kenninguna um veldin tvö, unr riki ljósguðsins Ahura- masa og andstæðu ilians Ahriman. Heimkynni hins fyrra er í Paradís, og styður liann vald sitt vopnum réttlætis og góðleika. Hinn sveipar um sig skikkju undirdjúpanna og beitir fyrir sig fláræði og hvers konar vonzku. Ekki þarf lengi að fletta blöðum Gamla testamentisins til að finna frásagnir um makt myrkrahöfðingjans. Þegar í aldingarðinum Eden rná kenna nærveru hans. Fyrst sem sakleysislegt skrjáf í laufi. Síðan sem lokkandi hvísl á tungu höggorms. Loks sem fafl svo þungt, að lieyrist um heim allan, kynslóð eftir kynslóð. Ekki er þess að dyljast, að innan Gamla testamentisins gætir alkund- urleitra skoðana á orsök og uppruna hins illa. Sumt af því, sem þar er haldið fram, mun eiga rætur í æfafornum átrúnaði, eins og t. d. er talað er um í I. Samúelsb. (16, 14), að illur andi frá Drottni hafi sturlað Sál, og i Dómarabókinni (9, 23), að Guð hafi látið anda sundurþykkis koma upp milli Abímeleks og Síkem-búa. Að herleiðingu lokinni tekur mjög að brydda á þeirri skoðun, að allt illt sé í fullri andstöðu við guðdóminn, en því valdi fallinn engill, sem uppreisn hafi gert gegn skapara sínurn. I spádómsb. Sakaríasar (3, 1—2) er hamn andstæðingur Jósúa og í Jobsbók (2, 1) leiddur frarn á sjónar- sviðið sem einn af sonum Guðs og sýndur bæði í hlutverki ákærandans °g freistarans. Þróun á þessari braut heldur áfrarn innan Síðgyðingsdómsins, og telja vrnsir, að þar gæti nokkuð áhrifa frá persneskri tvíhyggju. I guðspjöllunum og yfirleitt innan Nýja testamentisins er sízt úr því dregið, að ríki vonzkunnar standi víðum rótum um þessa jörð. Það er hlutverk Satans að valda tortímingu (Mk. 1, 34), og illir andar standa í þjónustu hans. Djöfullinn, á grisku díabolos, þ. e. rógberi, sáir illgresi meðal hveitisins (Matth. 13, 39). Og það er hann, sem blæs Júdasi því í brjóst að svíkja meistara sinn og herra (Jóh. 13, 2). En nú hefir þó nýtt viðhorf skapazt. Sá er fram kominn, sem stóðst með öllu vélabrögð freistarans og vann sigur yfir honurn (Matth. 4, 1—11). Undursamlegar lækningar Jesú eru tákn þessa sigurs. Vald djöfulsins er brotið á bak aftur, og njóta allir þess, sem fylkja sér undir merki Krists Hér er um einn þáttinn í fagnaðarboðskap kristindómsins að ræða, °g hefir hann leyst margan syndugan mann af sárum klafa óttans í gegnum aldirnar. A fyrstu tímum kirkjunnar, að loknu postulatímabili, gætti nokkuð áhrifa frá fleirgyðistrú á skoðanir manna á illum öndurn, og yfirleitt

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.