Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 12
346 KIRK JURITIÐ hver tilhneiging þess sönn og heil. Það mætti spilla því með uppcldi, en fengi það að fylgja eðli sínu út í æsar, væri öllu borgið, það yrði áfram gott. Yfir auðtrúa lieim þessarar grunlausu lífsskoðunar skullu síðan tvö heimsstríð, hvert af öðru eins og reiðarslag, og það siðara enn djöful- legra því fyrra. Þá var skotmarkið alveg eins bamið í vöggunni og áhyggjufull móðir þess eins og raðir hermannanna. Á milli styrjaldanna geisuðu blóðidrifnar byltingar, í kjölfar þeirra sigldu einræðisherrar, er studdu völd sín leynilögreglu og einhverjum hugvitssamlegustu kvalatækjum, sem nokkur saga kann frá að herma. Herör var skorin upp gegn kristinni trú og menningu. I einum guðleysissöng frá dögunt nazista segir ómyrkum orðum t. d. á þessa leið: „Látum Krist rotna í gröf sinni ,en æsku nútímans hefja upp sín sigurljóð." Mannkynið átti eftir að kynnast betur hrynjandi þeirra ljóða í vopna- glamri innrásarherja þess tíma. Margur tók að vakna upp við vondan draum, er hér var komið sögu. Var heimurinn þrátt fyrir framfarir sínar og þróim að verða að enn meiri óskapnaði en nokkru sinni áður? Hin margslungna gáta um gott og illt tók á ný að sækja á hug margra, ekki sizt eftir tilkomu kjarnorkusprengjunnar. Voru ægigreipar myrkursins ef til vi'll búnar krafti til þess, svo að segja í einu vetfangi, jafnvel að tortína sjálfu sköpunarverkinu. Fyrir nokkru kom út bók eftir enska skáldið og heimspekinginn Aldous Huxley, sem hann kallar Apes and Essence. Hér er um skáldverk að ræða, og er það látið gerast að lokinni þriðju heimsstyrjöldinni, eftir árið tvö þúsund. Á þessum tíma hefir djöfullinn náð fullum yfirráðum yfir sögu og lífi kynslóðanna. Og lýsing höfundar á ástandinu er mjög sann- færandi og áhrifarík, eins og þá á að vera komið málum. Eins og sótsvart gjörningamyrkur grúfir fyrst og freinst óttinn yfir hvers manns sál, og sá ótti hefir stökkt á flótta öllu öðru úr huga mannsins, svo seni mildinni, sannleiksástinni, fegurðarþránni, því að ekkert annað rúmast þar. Á einum stað segir: Hvernig á nokkm að geta sýnt heilbrigða rnann- lega tilfinning, þegar hann finnur sig innilokaðan hkt og í dimmu, glugga og dyralausu herbergi, en í einu horni herbergisins situr djöfulleg ófreskja, þess albúin, hvenær sem er, að ráðast á liann, hremma liann. Oll hugsun manns hlýtur þá fyrst og fremst að snúast um það, á hvern hátt megi

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.