Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 13
SONGUR NORNANNA 347 blíðka þetta illskunnar afl. Það er gert nieð blóðfómum og með því að pynda aðra meðbræður sína og leggja á þá margskonar kvalir. Sér- staklega er konan ofsótt, hún sem fæðir af sér vansköpuð afkvæmi vegna eiturálirifa frá sprengju atómanna. Hver góð hugsun er svæfð og bannfærð sem vanheilög. Hvert er takmark mannsins? er spurt á einum stað. Svarið er: Það að friðþægja við Belíal og verja sig gegn illsku hans, svo komast megi hjá algerðri tortímingu. Rakið er í höfuðdráttum, liver rök lágu til þess að mannkynið lenti í oyfirstíganlegt ginnungagap slikra hömiunga. Orsökin var gmn'leysi manna um að til væri í rauninni nokkurt djöfullegt afl. í stað þess, sem Jesús sagði forðum: Vík burt Satan, liafi mannkynið undanfarandi ár sagt sem svo: Mér þykir svipur þinn ekki óviðfeldinn, ég liræðist ekki nær- veru þína, enda tel ég sögnina um tilveru þína fjarstæðukennda bábilju. Þannig liafi menn skref fyrir skref þokazt nær flugstigi villunnar, unz hrun og tortíming var framundan. I prísund eymdar og kvalar vöknuðu menn svo upp, rúnir öllu frelsi, 1 viðjum þrælslegrar ánauðar, þar sem hver sönn hugsun var væng- stýfð og hver góð viðleitni dregin i dróma. Höfundurinn er óvenju berorður gagnvart ýmsum nútímamönnum, pkki sízt þeim sem fást við stjómmál, og rekur á firna djarfan hátt þann þátt, sem þeir hafa átt í að hrinda í framkvæmd áformum illskunnar í keiminum. Bók þessi er skrifuð á hvörfum stórkostlegs tíma. Víða er spámann- kga að orði kveðið. Alvara höfundar er auðsæ. Einnig það, að hann telur ábyrgð á sér hvíla sem rithöfundur á jafn válegum tímum sem nú. Rödd kristinnar trúar hefir yfirleitt ekki verið hávær að baki verka nútíma höfunda. Niðurrifs á trú og siðgæði gætt meira en þess kraftar, sem byggja upp. Ekki sízt þess vegna lilýtur bók þessi að vekja eftirtekt. Það er ekki hægt að segja, að kirkjan liafi gengið sterk til leiks við öfl þeirrar upplausnar og villimennsku, sem leikið liafa lausum liala í uutima þjóðlífi. Engum bar þó fremur en henni að lialda vöku sinni °g heyja stríð gegn myrkrinu. Hvar sem borið er niður í ritum Nýja testamentisins, sést, að Jesús Kristur og lærisveinar hans liafa sannarlega viljað opna augu manna fyrir hamrömmu ægiafli tortímingar og grimmdar í heiminum. Gegn því skyldu rnenn tygja sig lierklæðum ljóssins, vera ætíð viðbúnir, sífellt a verði, alltaf vakandi og í stöðugum tengslum við uppsprettu kær- leikans, svo hið .illa ynni þeim ekki grand.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.