Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 17
PISTLAR 351 skemmta sér sem bezt. Auðvitað á þetta ekki við um alla. Sumum, sem vinna í annarra þjónustu, finnst t. d., að þeir verði að vinna fyrir sig um allar helgar, megi vart líta upp úr því. Til eru lönd, (Skotland o. fl.) þar sem svo langt er gengið að banna langflestar skemmtanir á helgum dögum vegna helgi- haldsins. Fyrr má nú vera en fara svo út í hinar öfgamar að leggja að miklu leyti niður helgihaldið sakir skemmtananna. En kjarni málsins er þessi: Getum vér án Guðs lifað og þurf- um vér ekki alltaf að leita hans? Nú er eitthvert bezta sumar, sem elztu menn muna, að ganga 11 r garði. Sóldagarnir, blómaanganin, jarðargróðinn, gæftimar, — allt er þetta ógleymanlegt. Ef vér finnum ekki ríka ástæðu °g þní til að þakka Guði það, getur það varla komið af öðru en því, að oss finnst vér hafa sótt það sem annað mest til sjálfra VOr’ gangi náttúrlega allt annað að óskum í lífi voru og þjóð- arinnar og þar séu engar villur eða brestir, þá er síður að undrast, þótt oss sé ekki gjamt að leita æðri leiðsagnar og hjálpar hvort heldur í kirkjunni eða annars staðar. Þetta verður samvizkuspuming um sannleikann. Er Guð til, °g hvert er samband vort við hann? Ekkert væri Guði sannleikans ósamboðnara en að ætla sér að þjóna honum með lyginni, jafnvel þótt það væri gert í góðu skyni. Og það er satt, að þrátt fyrir miklar opinberanir er Guð enn að miklu leyti hulinn Guð. Þekking vor á honum er öll í uiolum, skilngurinn í þeim efnum fremur hjartans en heilans. Það held ég þó, að sé hin fjarstæðasta blekking, ef einhverjir Þera hana í brjósti, að vér séum á nokkum hátt vaxin upp úr guðstrúnni. Vér verðum, þegar vér hugsum oss um, að játa uaeð postulanum mikla, að vér höfum ekkert, sem vér höfum ekki þegið, beint eða óbeint. Guð er oss líka flestum miklu naeira en vér hugsum oftast verulega um, eða líkt og sól að baki skýja. Hitt er jafnframt trúa mín, að þess þyki líka brátt almennari þörf, að vegsagnar Krists gæti meira í uppeldi og uaenningarmálum en verið hefir um skeið. Ég fulltreysti því, að sólskin sumarsins hafi vakið þakklæti vort til föður ljósanna °g leynzla þess minnt oss á vegu hans.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.