Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 19
PISTLAR 353 sýnast kannske ekki svo harðir kostir að lítt hugsuðu máli, þótt hverjum séu átthagarnir kærastir, einnig svörtum mönnum. En það er annar galli á gjöf Njarðar, að því er heimildimar henna. A hinu nýja svæði skortir að mestu vatn og þá auðvitað líka veiðidýr. Þannig er lieill ættflokkur að vissu leyti borinn út, — menn- irnir, sem þó „áttu“ landið eins og það er kallað. Þetta er stórt dæmi, þótt það sé eflaust ekki það Ijótasta af því, sem er að gerast í heiminum. En það er sannarlega um- hugsunarvert um það menningarstig, sem vér stöndum á, og þörfina á meiri kristilegum áhrifum einnig í „kristnum“ lönd- um. Þetta er hrópandi spurning til vor allra um það, hvernig vér gætum bróður vors. Og með hvaða hug vér erum að skapa framtíðina. MisheppnuS fyndni, — eða hvað? I júlíhefti Tímarits Máls og menningar þ. á. sendir Þórbergur Þórðarson „Bréf til Maju“, oss hinum líka til fróðleiks og skemmtunar. En allir geta flaskað. Þar segir m. a.: j,Og skammt hefði Magnús prestur á Hörgslandi, forfaðir minn, komizt með að drekkja 30 eða 32 herbúnum ræningja- skipum Hundtyrkjans, sem komin voru upp undir Meðallands- sanda eða Skaftárósa, ef hann hefði haft yfir fyrir sér Faðir vor eða annað áþekkt þunnmeti (Leturbr. mín.), í staðinn fyrir að kveða á kort og klárt: Tyrkir tryggðasnauðir tapaðir hrapi dauðir, o. s. frv.“ Fyrr má nú vera steigurlætið en tala svo um slíka perlu sem Faðir vorið er að allri gerð, þótt ekkert tillit væri tekið til hins bka, að það er helgasta bæn milljóna manna um víða veröld. Þessi tónn er bæði falskur og of lítilfjörlegur til að hrökkva úr penna slíks rithöfundar og Þ. Þ. er. 23

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.