Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 21
PISTLAR 355 jafnaði biblíulestrar og trúarlegar umræður. Eins konar kristi- legur námsflokkstími. Það er mikið fagnaðarefni, hve samskipti íslenzku kirkjunnar við aðrar kirkjudeildir fara hraðvaxandi. Margir prestar fara ár- lega út, sækja kirkjulega fundi, auka menntun sína, kynnast öðrum starfsaðferðum og nýjum starfsgreinum. En sú spurning vaknar, hvort við leggjum að sama skapi rækt við innbyrðis samstarf og innlenda samhjálp á þessum vettvangi. Vafalaust ætti að vera unnt að stofna innlenda vinnu- flokka, sem ynnu með líkum hætti og erlenda fólkið gerði í Langholti. Við prestamir gætum einnig oftar og betur átt við- ræður og tekið höndum saman um aðkallandi vandamál, er við nú vinnum að hver í sínu horni. Þetta er eins og annað til umhugsunar og frekari umræðna, ef mönnum þóknast. Kvikmyndirnar. Kvikmyndirnar eru óneitanlega einhver almennasta skemmt- nn nútímafólks, og geta líka verið einhver sú ágætasta. En oft þyk ir sá hængur á, að þær séu með fádæmum lélegar og ósjald- an afmenntandi og siðspillandi. Kvikmyndaeftirlitið ber því iðulega á góma, eða öllu heldur eftirlitsleysið í þeim málum. Nú virðist fullsannað, að raunverulega sé ekkert almennt kvik- myndaeftirlit í landinu. Hins vegar hefir Bamaverndarráð og Barnaverndamefnd Reykjavíkur falið frú Aðalbjörgu Sigurðar- dottur að hafa eftirlit með kvikmyndunum, í því skvni að böm- um sé bannaður aðgangur að spillandi myndum. Þess vegna er það sannarlega íhugunarvert, að ósjaldan ber við, að næstum öllum kvikmyndaauglýsingum í Reykjavík fylgir sú athugasemd samtimis, að börnum sé bannaður aðgangur. Nú vaknar í fyrsta lagi sú spurning, hvort okkur hinum full- orðnu, sem eigum að ala upp börnin og leiðbeina þeim, sé nokkur nauðsyn á að sjá að staðaldri aðallega þær myndir, sem óhæfilegt er að börnin sjái. Ekki h'klegt, að við lærum neitt gott

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.