Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 27
Syngjum okkur saman Erirtdi það, sem hér birtist, flutti frú Hanna Karlsdóttir í Holti á söngmóti Kirkjukórasambands Rangárvallaprófastsdæmis að Gunnarshólma í Landeyjum 18. nóvember 1956. Fyrir hönd stjórnar Kórasambandsins vil ég þakka ykkur öllum, sem að því hafið unnið, að við gætum haldið þetta söngmót, kórfélögunum, sem æft hafa og mætt til þess að leggja fram sinn skerf, organleikurum og söngstjórum. Og síð- ast en ekki síst söngkennaranum hr. Jakobi Tryggvasyni. An hans leiðbeiningar og ötullar kennslu, hefðum við ekki getað haldið þetta söngmót. Og ég er viss um það, að við hér í prófastsdæminu munum lengi búa að þeirri örfun, sem starf hans hér hefir orðið okkur. Fyrir þetta vil ég þakka honum hjartanlega. Eg vil einnig þakka þeim, sem hér hafa flutt ræður og ávörp, til þess að gera okkur þýðingu söngmenntarinnar ljós- ari, og gera efnisskrá okkar fjölbreyttari. — Þá vil ég þakka söngmálastjóranum, hr. Sigurði Birkis, fyrir hina hlýju kveðju hans. Hann ætlaði sér að vera hér gestur okkar í dag, en gat því miður ekki komið vegna lasleika. En ég vil einnig þakka ykkur, sem sótt hafið þetta söngmót, °g stutt okkur með velvilja, svo að við gætum haldið það hér í þessu húsi, með því hafið þið sýnt skilning ykkar á því, að hér er um mikilvægt menningarstarf að ræða, þó að frammistöðu okkar kunni að vera í ýmsu ábótavant. En það er nú einu sinni svo, að það er ekki árangurinn einn, heldur viðleitnin, sem heldur við lífi áhugans og eflir kraftana, í hverri tilraun okkar mannanna til þess að auðga lífið og fegra. Þegar við- leitnina þrýtur, leggst hönd sljóleikans og dauðans yfir allt. Það er okkur öllum jafnt skylt að efla sönginn í kirkjum lands- ins, og vildi ég fegin leggja lið mitt til þess, að hann mætti

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.