Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 28
362 KIRKJURITIÐ verða sem fegurstur. Söngurinn á að vera hið lifandi andsvar og þátttaka fólksins í guðsþjónustunni og hinu kristilega sam- félagi. Það er hann, sem stillir strengi sálarinnar og opnar hug- ann fyrir öllu öðru, sem er fagurt og gott. Söngur er geðbæt- andi og siðbætandi. Það er hið háleita hlutverk þessarar listar í lífi okkar mannanna. Og hann er gleðigjafi og fegurðargjafi. Og hvenær er ekki líf okkar, þrátt fyrir allt, of fátækt af hreinni gleði og göfugri fegurð? „En það er líka gott að vera í söngfélaginu," segir tónskáld- ið og söngmaðurinn Arni Thorsteinsson í hinum fallegu end- urminningum sínum. Hann fann það manna bezt, að starfið í söngfélögunum hafði gefið honum eitthvað dýrmætt, ekki aðeins erfiði, fyrirhöfn og ómak. Ég veit, kæru kórfélagar, að þið hafið fundið þetta líka. Það er gott að vera í söngfélögum. Söngröddin, jafnvel þó að hún sé ekki fullkomin, er náðargáfa, sem hverjum manni er djúp gleði og þroska, og leiðir til samfélags um fagra og góða hluti, ef hún er notuð, styrkir á þrautastundum, upphefur á gleði- stundum og verður alls staðar til góðs. Þið þekkið þetta öll af reynslunni, kæru kórfélagar. A alvöru- og sorgarstundum eruð þið kvödd til, og eigið að syngja, syngja við húskveðju og jarð- arför. Því er það lagt á ykkur, að tjá í orðum og söng líkn og frið, bera blessunar kveðjur milli lifenda og látinna vina, bera guðsorð, huggun og kraft á vængjum söngsins inn í mannlega sál, sem þjáist, — og syngja birtuna og lífsins heilögu vonir yfir hugarstríð og sorg. Og svo máttugur er söngurinn í eðli, að þetta hefir hann megnað frá kyni til kyns. En söngurinn er ekki ætlaður einungis til sorgar og helgiat- hafna. Söngurinn er hinn dularfulli meðalfari sálarinnar í gleði, engu síður en sorg. Frá alda öðli er það svo, að engin gleðihá- tíð er haldin svo, að hún sé ekki einnig sönghátíð. Það er af því að söngurinn er tjáningarform hjartans, hins innra manns. Hann brýtur niður múra hversdagságreiningsins, gerir skoðana- mun okkar að hégóma, og kennir okkur, að við erum öll eitt. Við syngjum alltaf „Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur", ef við komum saman á gleðistund.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.