Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 30
•364 KIRKJURITIÐ liluta. Af hverju? kann einhver að vilja spyrja. Ég svara út frá margra ára reynslu sem söngkennari: Það er af því, að á veg- um söngsins og söngkennslunrfar berast þessir hlutir barninu í náinni snertingu við athafnaþrá þess og hreina og ósnortna fegurðarþrá þess og sköpunargleði. Það er til dæmis mikill munur á því, hvort kennari hlýðir bami yfir þessar ljóðlínur: „Ég vil elska mitt land,“ eða börnin eru látin syngja Ijóðið með innileika, gleði og tilfinningu. Söng- ur þerra sjálfra orkar á efnið og byggir upp tilfinninguna, sem felst í orðunum. Og þegar árin líða og þau rifja upp orðin, koma þau í hugann umvafin þessari tilfinningu. Þannig getur söngurinn skapað grundvöll trúlyndrar ættjarðarástar, sem eng- in orð megna ein án söngs. Alveg sama máli gegnir um sálma, börnin þurfa að syngja það sjálf inn í sál sína, að Jesús er bróðir bezti, að Víst ertu Jesú kóngur klár, og þá verður hann þeim það. Bróðir í æskunni, Drottinn á fullorðinsárunum. Og þau þurfa að syngja inn í sál sína bænina: Gef þú, að móður- málið mitt. Ef við gefum börnunum okkar tækifæri til þess og rækjum þessa menningargrein í skólunum, þá er það alveg víst, að kirkjur landsins og söfnuði mun ekki skorta söngfólk, heldui ekki félagslíf okkar og samkvæmi. Og svipur félagslífs okkai almennt og allra samskipta mundi verða allur annar og fegurri, þegar við förum að vinna að þessu af atorku og skilningi, verða siðmannaðri, fegurri og traustari. Og þess þurfum við svo sann- arlega við, ung, fámenn Jijóð í háskalegri og tillitslausri ver- öld. En ég veit, að allt starf, sem unnið er á þessari braut, greiðir þessari hugsjón leiðina, einnig okkar fátækleg viðleitni hér, litli vísirinn að tónlistarkennslu, sem hafin er hér í sýsl- unni og starf kóranna. Takmarkið er: almenn, þjóðleg, lifandi söngmenning út um allar byggðir landsins. Við verðmn að vissu leyti að líta á okkur sem frumherja í óbyggðu landi, sem erum að reyna að vinna að þessum málum, og verðum að berjast við örðugleikana með áræði og trúlyndi landnemans. En þá mun líka Guð blessa þetta starf okkar. Það verður þá steinn, sem okkur er leyft að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.