Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 47

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 47
INNLENDAR FRETTIR 381 kristniboðsvinum. — Þess má geta, að á samkomum á almenna kristi- lega mótinu, sem haldið var þessa sömu helgi í Vatnaskógi, komu inn gjafir að fjárlhæð 16000 kr. til kristniboðsstarfs. Kálfholtskirkja. A annan hvítasunnudag 10. júní sl. mættu við Kálf- holtskirkju, og h'lýddu þar messu hjá séra Sveini Ögmundssyni 9 af 10 börnum (1 var veikt) hjónanna Ingigerðar Runólfsdóttur og Þorsteins Þorsteinssonar, sem bjuggu að Berustöðum í 50 ár, og færðu Kálfholts- kirkju að gjöf tvo ljósastjaka í tilefni af því, að á þessu og næsta ári eru eitt hundrað ár liðin frá fæðingu þeirra. Einnig lögðu þau blómsveig á leiði þeirra. Stjakarnir eru úr kopar, fallegir og eigulegir kirkjugripir. Teikningu af þeim gerði frú Greta Björnsson listmalari í Reykjavík, en Bjarnhéðinn Guðjónsson á Hellu, sonarsonur hjónanna, smíðaði þá. Áletr- un gerði Björn Halldórsson, leturgrafari í Reykjavík, og er hún á þessa ¦leið: „Kálfholtskirkja. Aldarmínning Berustaðahjónanna Ingígerðar Run- ólfsdóttir f. 27. maí 1858 og Þorsteins Þorsteinssonar f. 15. marz 1857. Frá börnum þeirra. — Gefendunum var þökkuð þessi veglega gjöf og ræktarsemi við foreldra og sóknarkirkju þeirra. Auk þessa hafa kirkjunni borizt á þessu ári: Áheit frá Stefáni Ólafssyni, Áshól kr. 100.00. E. G. Ó. kr. 200.00 og N. N. kr. 70.00 og gjöf frá Ingveldi Ólafssyni frá Þjór- túni kr. 1000.00. Beztu þakkir. - G. J. Sjálfboðaliðar. AUan júlímánuð starfaði hér, eins og kunnugt er, vinnuflokkur á vegum Alkirkjuráðsins að byggingu Langhdltskirkju ásamt nokkrum íslendingum. Starf þetta er eingöngu sjálfboðastarf og hefir gefizt afarvel. Alkirkjuráðið skipuleggur slíka alþjóðlega vinnuflokka ár hvert í mörgum löndum heims. Nokkur hluti flokksins varð hér eftir í taeina daga, eftir að vinnunni lauk, og dvaldist á prestssetrum úti á 'andi. Hinir síðustu héldu heimleiðis 10. ágúst. Létu allir vel af dvöl- inni hér. Kirkjutónlistin. P;U1 Kr. Pálsson, organisti við þjóðkirkjuna í Hafnar- iröi og skólastjóri tónlistarskólans þar, hélt orgeltónleika í Patreksfjarðar- kirkju sunnudagskvöldið 18. ágúst sl. Lék hann á hið nýlega pípuorgel kirkjunnar, sem er frá Walckerverksmiðjunum í Þýzkalandi. Lét Páll mjög vel af orgelinu og einkum hve raddaval er hnitmiðað og þar af leiðandi nægt að gera ýmsa hlutí á það, sem ótrúlegt þykir miðið við stærð. En ezt taldi hann verk gömlu meistaranna (pre-Bachs tímabilsins) njóta sín svona orgel. — Við, sem þarna vorum, erum honum mjög þakklát

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.