Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 50
384 KIRKJURITIÐ „Leiðarljós", ný bók eftir séra Árelíus Nielsson, til fræðslu og leið- beiningar fyrir börn og unglinga um kristindónisefni, er í þann veginn að koma út. Gjafir Rauðasandshrepps. Á almennum hreppsfundi Rauðasands- hrepps var nýlega samþykkt að gefa kirkjum Sauðlauksdaisprestakalls sín- ar 5000 krónurnar hverri, ennfremur 15 fermingarkyrtla og 5000 kr. til styrktar minningarsjóðs fermingarbarna í prestakallinu. En þann sjóð stofn- aði séra Þorvaldur Jakobsson. Nýl' erkibiskup í Mið-Afríku. Nýr erkibiskup befir fyrir skömmu verið kjiirinn í Mið-Afríku. Hann heitir James HugOies og var áður biskup í Matabalandi. Hann er mjög vinsæll og mikils virtur kirkjuleiðtogi. Leiðrétting. Fyrirsögnin á ræðu séra Þorbergs Kristjánssonar í maí- hefti Kirkjuritsins [bls. 213] á að vera: Orbirgð — Auður Afstaða Krists. Hið mikla, eilífa undur er trú manna á undrið. — Jean Paul. Góður maður er ekki fyrst og fremst glöggskyggn á það, sem gott er, heldur fús til þess, sem gott er. — Tómas frá Akvínum. Prestur nokkur lét grafa þetta á innsigli sitt: „Fyrst leysir Kristur hlekk- ina, síðan gáturnar." Vér öðlumst ekki vissu um Guð með því að brjóta heilann um tilver- una, heldur með því að taka sem fyllstan þátt í tilverunni. — N. Söderblom. Steinliættu öllum umræðum um það, (hvað sé góður maður, — og vertu það. — Markus. Árelíus. KIRKJURITIÐ kemur út 10 sinnum á ári. — Verð kr. 35.00. Afgreiðsla hjá Elísabetu Helgadóttur, Hringbraut 44. Simi 14776.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.