Ergo - 12.11.1920, Qupperneq 1

Ergo - 12.11.1920, Qupperneq 1
I. árg. Reykjavík 12. nóvember 1920. 2. tölublað. Eréo. Ávarp til lesenda og kaupenda. E r g o hafði enga sjerstaka stefnuskrá er hann hóf göngu sína, og ætlar heldur eigi að bæta það upp nú, hann vill að eins geta þess — að E r g o þarf þess eigi sökum þess að hann mun bezt skýra sjálfur stefnuskrá sína, — að E r g o verður frjálslyndasta blaðið sem við eigum, og ætlar eigi að sleikja sig upp við neinar flokka-»klíkur<, — en líta á öll mikilsverð landsmál með heilbrigð- um og óháðum augum, —'■ að E r g o verður skemtilegasta blaðið; flytur smásögur, ljóð, frjett- ir og smávegis, er getur vakið ómengaðan hlátur hjá lesendunum, og reyna að haga innihaldi sínu eftir geðþekni lesenda. E r g o mun alstaðar taka mál- stað lítilmagnans, og bera hönd fyrir höfuð þeirra, er óhlutvandir skúmar reyna að traðka niður, og mun eigi skeyta um þótt hann komi við kýlin á sumum svo þeir kveinki sjer. En hann vill ávinna sjer vináttu allra rjettsýnna og heiðvirðra manna og þeirra er unna ómengaðri gleði og gamni, — að E r g o vill alstaðar uppræta ósanngirni, rangindi og lúalegar bardaga-aðferðir, hjá hverjum sem á í hlut, — að E r g o mun reyna að berjast með heiðarlegum vopnum gegn þjóðarskömminni — banninu — og færa rök fyrir máli sínu, — að E r g o þiggur með þökkum alla hjálp viðvíkjandi efni blaðs- ins, sögur, kímni, frjettir úr borg- inni, stuttar gagnyrtar greinar, um mikilsverð mál, o. fl. o. fl. — að E r g o þakkar öllum fyrir góð- ar viðtökur við síðasta blað, og æskir að þeim viðskiptum haldi áfram, — með hugheilli þökk. Ergo. 1. nóvember. Frh. Jeg fór svo, sem leið lá, og var svo heppinn að hitta Kjerúlf læknir heima; heilsaði jeg honum og sagði honum í fáum orðum satt og rjett um þetta mál, og nú gilti það bara að fá mótvottorð hjá hon- um, og meðan á samræðum okkar stóð, hafði hann lindarpennann á lofti. Sagði hann meðal annars að þarna væri Magnúsi Torfasyni rjett lýst. Þeir M. T. og E. K. hefðu áður kunningjar verið, en væru nú orðnir hið gagnstæða. Stóð því líkt á fyrir okkur Kjerúlf, þannig, að jeg var perlu- vinur og fylgifiskur M. T. frá 1910 til 1917, til júlímánaðarloka þess árs, þegar hann með fagurgala narraði mig til að yfirfæra á sig mín einkakaup viðvíkjandi Leonh. Tangs & Söns verzlunum á Vest- íjörðum og hafði með því alla »Orginala< frá minni hendi við- víkjandi kaupum á því firma, ásamt öllu »Inventarium«. Eftir að þessu hafði farið fram, snjerist Magnús — sem uppfullur væri illum öndum — á móti mjer eftir að jeg var búinn að undir- skrifa umboð á hann viðvíkjandi L. T. & Söns verzlunum. Slcal jeg ennfremur í þessu sam- bandi geta þess að alveg datt yfir verzlunarstjóra Leonh. Tangs & Söns verzlana, hr. Ólaf F. Davíðs- son, að jeg skyldi ekki vera meiri ijármálamaður en það, að láta annan eins skálk eins og bæjar- fógeta Magnús Torfason, snúa svona þrælslega á mig, því herra Ó. F. Davíðsson er skarpgreindur maður og samvizkusamur, og sá þvf glögt hvað Magnús ætlaði sjer, enda gat hann þess í þessu sam- bandi, að hann heyrði eigi svo ljótt um Magnús Torfason að hann tryði því ekki. Eftir þenna útúrdúr sný jeg mjer aftur að viðræðum okkar Kjerúlfs læknis. Er það fljótast frásagt, að hann gaf mjer vottorð sem ónýtir algerlega falsvottorð þeirra Magnúsar Torfasonar og Kristjáns Arinbjarnarsonar. Frh. »Alt af vita hundarnir hvað þeir hafa jetið«. Allkátleg var framkoma herra Friðriks •— íslandsbankaskósveins — í fyrradag, er jeg vildi ná tali af hinni háttvirtu stjórn bankans, þeim Hannesi Thorsteinsson og Jens B. Waage — og með hóg- værum orðum minnast á einhverjar leiðir til að koma f lag því lítil- fjörlega láni, er jeg fór fram á að fá þar þegar f stað, í sam- bandi við verzlunar- og húsakaup er þeir »privat« vissu um. Fjekk jeg hjá þessum fyrgetna Friðriki góða átillu til að ganga beint framan að þessum háu herr- um, er hann sagði mjer að þeir vildu alls eigi veita mjer viðtal, sökum þess, að jeg hefði eigi verið nógu tungumjúkur við þá á síðasta samfundi okkar. Þórbur Kristinsson. Til athugunar. í næsta blaði tek jeg Fiskhrings- málið til athugunar og mun benda þar á heimskar og vitlausar árásir herra ritstjóra Ólafs Friðrikssonar á íslandsbanka i þvi máli.

x

Ergo

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ergo
https://timarit.is/publication/450

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.