Ergo - 26.11.1920, Blaðsíða 1

Ergo - 26.11.1920, Blaðsíða 1
I. árg. Reykjavík 26. nóvember 1920. 3. tölublað. f 5$aff^ía<? goc^um^on. „Niðjar Islands munu minnast þin, meðan sól á kaldan jökul skin“. Matthías er dáinn. Örninn fallinn til jarðar. Gráhærði söngvarinn genginn til hvílu. — Góða nótt — eða góðan dag, því efalaust skín ljós hins eilífa dags umhverfis þig þessa stund, þú sem varst skáld ljóssins, — barn ljóssins — konungur ljóssins. Matthías er dáinn. — Harmur og þögn líða með voldugu vængjablaki yfir landinu. — Matthías er dáinn. — Nei, Matthías Jochumsson lifir enn meðal okkar. Hið fegursta er hunn átti — hjarta hans og sál — ljóðin — lifa enn meðal okkar. Lifa meðan íslenzk tunga, íslenzkt þjóðerni lifir. Ef við lítum yfir íslenzkar bókmentir, verð- ur því eigi neitað, að fegurstu gimsteinana hefir Matthías lagt til, frumsamið og þýtt; eigi svo að skilja, að öll hans verk hafi verið hreint gull, þess getur enginn ætlast til sem veit hvílíku verki á því sviði hann hefir afkastað í hjáverk- um, því efalaust hefir ekkert íslenzkt skáld af- kastað jafnmiklu, nema ef vera skildu sögu- skáldin Einar og Jón Trausti. En þrátt fyrir það mun varla nokkuð hafa komið svo frá penna hans, að eigi hafi fundist fleira en eitt gullkorn í. Ljóðaperlurnar »Guð vors land«, »Hallgr. Pjetursson«, »Eggert Ólafsson« og »Skagafjörð- ur« eiga enga sína líka í íslenzkri ljóðagerð og jafnvel þótt lengra væri leitað. Þýðingar hans á verkum Shakespeare eru ómetanlegir fjársjóðir og merkilegt að eigi skuli vera búið að gefa þær út á ný. Það getur ekki dulist okkur að við fráfall hans höfum við mist merkasta íslendinginn sem uppi hefir verið á síðari tímum, að fráskildum Jóni Sigurðssyni. Og konungur skáldanna íslenzku var hann og verður. Einu starfi hans hafa menn eigi veitt svo mikla eftirtekt sem skildi, það eru ritdómar hans. Hann hefir ritað allmikið af þeim, af hinni alkunnu snild, sem kunn er af öðrum ritum hans, og aðalkosturinn við þá var sá, að þeir voru sanngjörnustu dómarnir sem við höfum átt. Matthías gat ekki skrifað öðruvísi en af sanngirni. Hann tók varlega með hógværð og bjartsýni nýútsprungnum bókmentaknúppum — sýndi gallana en fann æfinlega eitthvað fagurt líka. Hann var ekki eineygður eins og íslenzku ritdómararnir hafa viljað vera. Hið kærleiksríka lundarfar hans, sem elsk- aði Ijósið, fegurðina og friðinn, fann ætíð fögru hljómana, þeir voru skildir eðli hans. Og lýtin sem hann fann, tók hann mjúkum en ákveðnum tökum og benti höfundunum á rjetta leið. Ef til vill finst lesendunum nú að jeg sje dálítið einsýnn og sjái enga galla hjá hinu látna þjóðskáldi, en orsökin er sú, að kostirnir voru svo yfirgnæfandi að gallarnir hurfu. »Það heyrast enn þá harmaljóð hljóma frá kaldri skor«. — Enn eitt skáldið hefir sungið óð sinn í síðasta sinn. Hvenær fáum við uppfylt skörðin sem Dauði hefir höggið í hjarta skáldsveitar okkar: Stein- gríms, Þorst. ErL, Guðm. Magn., Guðm. Guðm. og síðast öldungsins, sem EHi gat jafnvel ekki yfirbugað — gráhærða konungsins? S. S.

x

Ergo

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ergo
https://timarit.is/publication/450

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.