Ergo - 26.11.1920, Blaðsíða 2

Ergo - 26.11.1920, Blaðsíða 2
2 ERGO Fisfeftfislöllp Hlftibl. Þess var getið í síðasta blaði, að Ergo ætlaði að minnast á árásir Alþ.bl. á fiskhringinn bæði af rit- stjóra þess og skósveini S. J., en sökum þess að í þessu blaði er eigi rúm til að róta í öllum þeim skarnhaug, sem það fylti dálkana með um mánaðamótin júlí og ágúst s. 1., ætlar Ergo að minn- ast aðeins á stærstu ósannindin og mestu ósanngirnis klausurnar. S. J. segir t. d. að fiskhringur- inn hafi grætt um 50—60 krónur á hverju skippundi er hann seldi árið 1919. Þetta er hreint ekkert annað en uppspuni, annaðhvort ritað af löngun til að vera ósann- gjarn eða af fáfræði. Sannleikurinn er sá, að hagn- aðurinn var um 15 kr. á hvert skippund. (Kanske hitt hafi verið* ágóðinn af sölunni í Hljóðfæra- húsi Reykjavíkur, sem þeir í ógáti hafi bætt viðll). Þá segir sami »Blekfiskur« að allir smærri útgerðarmenn verði þrælar hringsins. Þetta er einnig gripið úr lausu lofti, órökstutt. Eða á hvern hátt vill hann reyna að verja þessa vitleysuí Bæði jeg sjálfur og margir er jeg þekki hafa á þessu tímabili stundað útgerð í smærri stíl, al- gerlega óháðir hringnum; get jeg því af eigin reynslu borið um það að jeg hefi á engan hátt orðið þess var að starf hringsins hafi að neinu leiti rýrt hagnaðinn. Er því allhart að liggja undir því ámæli frá þessum skrafskjóðum, að maður sje þ r æ 11 og þ ý fiskhringsins, — og svo mun fieirum finnast. Þá eru og all-hlægileg ummæli ritstjórans sjálfs um fiskhringinn í sambandi við íslandsbanka. Hann hefir bölsótast eins og mann- ýgur tarfur yfir því að íslands- banki skyldi lána hringnum stór- fje og þannig auka peningakrepp- una, að hans áliti, þar sem þeir gætu ekkert borgað, en þó stendur í Alþýðublaðinu 29. júlí s. 1. að hringurinn hafi um tíma í fyrravetur skuldað tvöfalda upphæð í bankanum á við það er hann skuldar þá (29. júlí s. 1.) í víxlum. Eftir því hefur hann þá greitt helminginn í víxlaskuldum sínum. Getur háttvirtur Alþ.bl.ritstjór- inn ekkí gert greinarmun á engu og V2 — helmingi? Jeg vil geta þess, að það sem jeg hefi ritað og mun rita við- vikjandi þessu máli, er eigi gert í þeim tilgangi að »smjaðra fyrir fiskhringnum«. En málefnið sjálft er svo mikilvægt, að eigi er hægt að ganga þegjandi framhjá því, er vindbelgir Alþýðublaðsins reyna að blása ósannindaryki í augun á fólki. Og Ergo hefir ásett sjer að sýna þjóð vorri sannleikann í þeim málefnum, sem hana varðar miklu, en eigi slúðra af persónu- legum eða rígbundnum flokka- skoðunum eins og Alþ.bl. og önnur klafabundin opinber mál- gögn íslenzk gera í flestum til- fellum. Alþýðublaðið (meira blávatn?) klóraði sjer vandlega í hausnum þegar Ergo kom út í annað sinn og vissi eigi vel hvernig taka skyldi þessum nýja gesti. Það glápti forviða á það að Ergo skyldi dirfast að yrða á íslands- banka og á sama tíma skýra frá að það ætlaði sjer að andmæla hinu heimskulega slúðri Alþýðu- blaðsins um fiskhringinn. »Oðru hvoru megin hlýtur Ergo að vera« hugsaði það og reif í hárið. Það gat ómögulega skilið að til væru menn og blöð, sem ekki væru steinblindar rottur af flokkahatri og sæju alt með einu rangeygðu auga, og sem ómögulega gætu litið á menn og málefni frá báð- um hliðum og frá heilbrigðum sjónarhól. Veslings Alþýðublaðiðl Ergo vorkennir því innilega. Alþýdublaöid á villig'ötum. Ósannindi eru það hjá Alþýðu- blaðinu, sem mýmargt fleira, að H.f. »Kveldúlfur« kosti útgáfu Ergo. Lítur ekki út fyrir að rit- stjóri þess sje læs á prentað mál frekar en »Kaplamjólkur-Moggi«, þar sem það er þó skýrt skráð í hverju tölublaði Ergo að ritstjóri, útgefandi og ábyrgðarmaður sje Þórður Kristinsson frá ísafirði. Annars er sú frjett í Alþýðu- blaðs stíl og á þar vel heima. En jeg vil geta þess, að Ergo er eigi kostaður af neinum flokka- klíkum eða fjelögum og er óháð- ur að öllu leyti. Jafnvel mundi það eigi þiggja Bolhewikkafje, þó í boði væri! ! ! ! ! Áfengisbannið. Þótt svo líti út, að samið sje vopnahlje í áfengisbaráttunni, vaxa daglega hrópin : »Niður með bann- ið« — heima fyrir. — Það eru foreldrar, sem ekki geta horft til- finningalaust á það, að synir þeirra og dætur eigi aðeins gjörist of- drykkjumenn og konur, heldur einnig »lögbrjótar«, traðki á hjarta þjóðarinnar — lögunum —, það eru menn, sem unna landi sínu og vilja eigi sjá það brennimerkt, þ. e. a. s. þjóðina — í augum erlendra þjóða, er þekkja okkur; brennimerkta sem ólöghlýðnasta þjóðflokkinn er þeir þekkja, því að fátt ‘eða ekkert er svartara í augum heiðvirðra manna en lög- brot. — Þ a ð eru fátæku konurnar er taka undir með hrópunum »niður með bannið«, er þær sjá menn sína er eigi hafa fjeráð til að svala þorsta sínum á vanalegu áfengi, sökum okurverðs þess er áfengis- salarnir setja á það, en í þess stað drekka þeir allskonar svívirði- legt eitur: suðu-vínanda, hárvötn o. fl. Mig minnir að einhver mælsku- skörungurinn spyrði nýlega hvort menn vissu hve mörg m o r ð áfengisáálarnir og áfengið hefðu á samvizkunni. En jeg vil spyrja: Hafa menn reiknað út hve mörg m o r ð bannið hefir á samvizk- unni? Hafa menn aðgætt hve margir hafa myrt sig, afkomend- ur sína og ástvini á eitri því, sem hinn óslökkvandi þorsti neyðir þá til að drekka? »Niður meðbannið!« Við skul- um hrópa nógu hátt svo þessi fáu daufheyrðu eyru heyri. Opnið þið augun og lítið á eymdina og

x

Ergo

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ergo
https://timarit.is/publication/450

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.