Muninn

Årgang

Muninn - 01.11.2002, Side 1

Muninn - 01.11.2002, Side 1
Undir skólans menntamerki, mætast vinir enn í dag... Árshátíð Menntaskólans á Akureyri 2002 Hin stórglæsta árshátíð Menntaskólans á Akureyri var haldin hátíðleg 29. nóvember síðastliðinn í íþróttahöll Akur- eyrarbæjar. Gaman er að sjá hversu miklu við fáum áorkað með því að sameina krafta okk- ar og var hátíðin góður vitnis- burður um það. Eftir margra vikna undirbúning, stigaukinn eftir því sem nær dró var stóra stundin runnin upp og fjórðu- bekkingar, útskriftarárgangur skólans, gengu prúðbúin í sal- inn með inspectrix scholae í broddi fylkingar. Heiðursgestur kvöldsins var enginn annar en Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra og var það vel við hæfi þar sem hann er sjálf- ur stúdent frá MA en jafnframt var hann kennari til margra ára og síðar aðstoðarskólameistari. Hátíðin hófst venju sam- kvæmt á því að viðstaddir sungu skólasönginn, Undir skólans menntamerki eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og í kjölfarið fylgdi fagur söngur kórs skólans und- ir stjórn hins nýja kórstjóra, Erlu Þórólfsdóttur. Vakti flutn- ingur þeirra mikla lukku en að þessu sinni var brugðið frá fornum hefðum og flutti kórinn m.a. magnaða útfærslu á rokks- infoníu hljómsveitarinnar Queen, Bohemian Rapsody. Eftir sönginn steig veislu- Kór Menntaskólans brá af gömlum vana og söng m.a. Bohemian Rhapsody eftir Queen. stjóri kvöldsins, Soffía Krist- jánsdóttir schriba scholae, í pontu og setti hátíðina form- lega og bauð fólki að taka til við veitingar þær sem meistara- kokkar Bautans höfðu laðað fram fyrir viðstadda. Meðan á borðhaldi stóð flutti formaður skólafélagsins, Borgný Skúla- dóttir inspectrix scholae, ávarp sitt og sagði hún meðal annars að heimurinn væri að stækka og minnka í senn. Að ávarpi hennar loknu steig á stokk nokkuð sérstök hljómsveit, Bólbræður. Þeir félagar gerðu það gott á Stiðarvauk, óraf- magnaðri hljómsveitakeppni skólans fyrr í vetur en þeir flytja eingöngu frumsamin lög. Ræðukeppni erkifjendanna; MA og VMA mætast í Kvos MA Menntaskólinn á Akureyri mynduðu órjúfanlega liðsheild. og Verkmenntaskólinn á sama stað hafa löngum verið óvinir, jafnt á borði sem í orði. Þegar verkmenntskælingar mættu í Kvos Menntaskólans, öðru nafni ljónagryfjuna, kom þetta bersýnileg í ljós. Umræðuefnið var hefnd og var MA með en VMA á móti. Verkmenntaskólinn sendi til okkar fjóra hugrakka stráklinga sem að svo söfnuðust saman í lið þegar í Kvosina var komið. Þeir eru Alex Björn Stefánsson, Bjartur Guðmundsson, Hjörtur Þór Bjarnason og loks Árni Gunnar Ásgeirsson. Lið Menntaskólans var hins vegar skipað fjórum þrautþjálf- uðum sérfræðingum á sviði mælsku og rökfærslu sem að Liðstjóri var Karvel Steindór Pálmason, frummælandi var Helga Valgerður ísaksdóttir, Gunnar Már Gunnarsson var meðmælandi og loks var stuðn- ingsmaður Hannes Ingi Guð- mundsson. Liðsmenn skólans stóðu sig allir með stakri prýði, og raunar var Hannes Ingi val- inn ræðumaður kvöldsins. Eins og við mátti búast féll sigurinn Menntaskólanum í skaut og var munurinn 45 stig, og í raun kom geta og þraut- seigja nemenda VMA nokkuð á óvart. En deginum ljósara er að Menntaskólinn getur séð fram á bjarta tíma í Morfís í vor. 20fid@ma.is Eftir það flutti sveit tónlistar- fólks úr skólanum dinnertón- list, viðstöddum til yndisauka. Að loknu borðhaldi hófst fjöldasöngur undir stjóm Jóns Áma Benediktssonar og Gunn- hildar Völu Valsdóttur. Enn var vikið frá gömlum hefðum cg sungið lagið “Rangur maður” sem hljómsveitin Sólstrandar- gæjarnir gerðu vinsælt hérna um árið. Undirleik í fjölda- söngnum annaðist Elvar Ingi Jóhannesson konsertmeistari. Því næst steig hljómsveitin Hrafnaspark á sviðið og nutu þeir dyggrar aðstoðar tveggja mætra manna, þeirra Dan Cassidy fiðlueikara Papanna og Hafliða Arnari Hafliðasyni sem söng lagið „All of me“ með miklum tilþrifum. Minni karla og kvenna voru þetta árið flutt af þeim Karveli Steindóri Pálmasyni og Þór- unni Þórhallsdóttur. Tíunduðu þau kosti og galla hins kynsins. Þá flutti hljómsveitin Grettir kraftmikið rokk sem hristi að- eins upp í samkomunni. Dans- hópurinn PRIMA hefur látið mikið fyrir sér fara í vetur og að sjálfsögðu sýndu þau fram- andi dans, m.a. magadans og flamenco. Að því loknu steig veislu- stjóri í pontu og kynnti til leiks meistara meistaranna, sjálfan skólameistarann Tryggva Gíslason en þetta er hans síð- asta ár hér í skólanum. í ávarpi sínu til viðstaddra þakkaði hann nemendum fyrir góða og vel skipulagða árshátíð. Að lokum flutti LMA, leik- félag skólans, stutt brot úr verkinu „Gestur til miðdegis- verðar“, skólameistara til heið- urs, en hann lék þar aðalhlut- verkið þegar LMA setti það verk upp árið 1957. Þar með var formlegri dagskrá lokið og við tók dansinn langt fram eftir nóttu. Paparnir spiluðu í saln- um en á efri hæð léku Þuríður formaður og hásetarnir fyrir gömlu dönsunum. Hátíðinni lauk loks klukkan þrjú að nóttu til og þá tók tiltektin við. Það var vissulega leiðinlegt að rífa allt niður en minningin um árs- hátíðina mun þó áfram kæta mann. Örlygur Hnefill Örlygsson BOKABUÐ jSI JONASAR sf

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.