Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.2002, Blaðsíða 8

Muninn - 01.11.2002, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER MUNINN ^ MENNING Elísabet Olafsdóttir: Betarokk Fólk sem er frægt en enginn veit hvað það er frægt fyrir hef- ur alltaf verið til á íslandi. Þar má fremstan telja Fjölni nokkurn Þor- geirsson. En Fjölnir virðist hafa eignast keppinaut. Sá keppinautur er Elíabet Ólafsdóttir, betur þekkt sem Betarokk. Muninn hafði samband við þessa bloggdrottningu íslands og spurði hana nokkurra spurn- inga. Hver ertu? Ég heiti Elísabet Ólafsdóttir og er 'nemi. Eg hef verið í hljómsveitunum A túr og Emmet, unnið sem verkakona, barnapía og barþjónn en er að vinna sem blaðamaður hjá Undirtónum, sem og ég var að gefa út mína fyrstu bók sem heitir Vaknað í Brussel. Já, og svo er ég bloggari. Og hvað kom til að þú byrjaðir að blogga? Ég vann með Sigurjóni Kjartanssyni á Radíó-X og blaðraði þar heil ósköp um allt sem skiptir engu máli. Svo varð ég drekinn en gat ekki hœtt að blaðra þannig að ég byrjaði að blogga, og get ekki hætt. Hvort telur þú að hafi komið þér á kortið: bloggið eða blaðamennskan? Það hafa einmitt skapast skemmtileg umræða um að ég sé estrógen-Fjölnirinn, fræg fyrir ekki neitt og á sú umræða bara mikinn rétt á sér vegna þess að blaðamenn vita sjaldan hvað þeir eiga að titla mig þeg- ar ég fer í viðtöl. Sumir muna eftir mér úr tónlistinni, aðrir sem reykjavik.com stelpan og svo útvarps-beygl- an en núna er ég alltaf titluð „rithöfundur“ sem mér finnst svoltítið fynd- ið. Vaknað í Brussel, bókin sem kemur út um þessi jól, þú ert kannski til í að segja aðeins frá henni? Það er bók sem ég einfald- lega varð að koma frá mér. Eg sjálf fór til Brussel eftir stúd- entinn. Það er œðisleg borg og ég tapaði mér svolítið í að skrifa tölvupóst meðan ég var þarna úti. Svo fjórum árum seinna las ég þessi bréf aftur og í þeim eru grein- a r g ó ð a r lýsingar á umhverfinu og tónleik- unum sem égfór á svo ég ákvað að skrifa bók út frá þeim og bjó til sögu í kring. Ung stelpa, Lísa, fer sem au pair til Brussel, reynir að finna sig og gerir það oft, en týnir sér alltafum leið. Mér fannst ótrú- lega gaman að skrifa þessa bók og ég held að týndu fólki finnist svolítið gaman að lesa hana. Það er búið að panta aðra bók fyrir næstu jól, verður það framhald á ævintýrum Lísu eða verður það sjálfstæð bók um annað efni? Sjálfstœð bók um annað efni. Eg er að pæla í að skrifa um flugfreyju með gervineglur og strípur semfer alltafá Astró og dýrkar Heiðar Austmann. Á bókarkáp- unni er Björk Guðmunds- dóttir titluð andlegur leið- togi Lísu, og þar sem hún er líka andlegur leiðtogi blaða- manns þá er spurt: Er Björk Guð- mundsdóttir í uppáhaldi hjá þér og er hún þjóðargersemi? Jái, Lísa uppgötvar Björk um leið og hún er farin að sakna Islands. Björk verður tengill hennar við heimahagana og hún spáir alveg ógurlega mikið í henni. Kannski of mikið og upp- lifir sig oftar en ekki sem þroskah eft náttúrubarn sem faðmar tré og syngur um undirgefni og ást. Það er náttúrlega svolítið súrt að titla hana sem andlegan leiðtoga, en Björk er sá tónlistarmaður sem ég virði mest af öllum. Það er eins og hún sé búin að spá í ná- kvæmlega öllu, og ekkert kem- ur henni á óvart. Eg fíla svo- leiðis fólk! í hvaða skóla varstu/ertu og á hvaða braut? Ég er í Háskóla íslands að lœra bókmenntafrœði. Eg hugsaði að maður yrði nú að drulla sér í bókmenntafræðina fyrst maður er búinn að gefa út bók. En það sem kom mér alveg einstaklega á óvart er hvað mér finnst þetta skemmtilegt. Við erum að lesa œðislegar bœkur og leiðin- leg leikrit (er akkurat núna að greina Þjóðníð- inginn eftir Ib- sen. Hrikalegt). Eg skil ekki leik- rit, en námið er ofsalega skemmtilegt og ég hlakka til að halda áfram. Hvaðan kem- ur -Rokk viður- nefnið? Held það hafi festst við mig þegar ég var í A túr. Samt vor- um við nú ekkert sérstaklega rokkaðar, enginn rafmagnsgít- ar og lœti, það er bara attitjútið. Held ég. Annars er ég Betapopp í dag. Dýrka Jónsa í Svörtum fötum og lang- ar í plötuna með Irafári í jóla- gjöf. Fór meira að segja á tjútt með A móti sól um daginn, eða var það Sóldögg? og að lokum: Áttu Uglu, uppstoppaða eða styttu? Já, þegar ég útskrifaðist úr MS gáfu pabbi og mamma mér uglustyttu með útskrifarskír- teini undir væng. Ofsa sæt. Hvers konar spurning er þetta? Vaknað í Brussel, bók Betu, er hægt að fá í öllum helstu bókaverslunum og bloggið hennar víðfræga gefur að líta á h ttp: //betarokk .blogspot.com. Viðtal: Hómfríður Helga Sigurðar- dóttir Editor Auxiliarus Myndir: http ://betarokk .blogspot .com Nokkur athyglisverð blogg: http://betarokk.blogspot.com http ://www. ka n i n ka. n et/stefa n http://www.katrin.is http://aui.blogspot.com http://dellsen.blogspot.com http://smjorfluga.blogspot.com http://el-margeir.blogspot.com http://vilberg.blogspot.com http:://www.hnefill.tk http://www.arna.tk http://hillk.blogspot.com http://maggabull.blogspot.com http://spuninn.blogspot.com http://fjolaspola.blogspot.com http://confuoco.blogspot.com http://bergtoraben.blogspot.com http://haddi.blogspot.com http://hildaloa.blogspot.com http://ondin_unga.blogspot.com http://unginn.blogspot.com BYKO pyggip wet> pín H LÖGM ANNSSTOFAN RARIK

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.