Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.2002, Blaðsíða 13

Muninn - 01.11.2002, Blaðsíða 13
MUNINN FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 13 Starfsemi félaga Hugins í haust BARMA - Hagsmunafélag barmastórra karla og kvenna í MA Lítið hefur komið frá félaginu BARMA fyrir utan stórskemmtilegt kynningar- myndband. FÁKMA - Félag áhugamanna um kareókí í MA. Lítið sem ekkert hefur komið frá félaginu FÁKMA. FÁLMA - félag áhugaljósmyndara í MA. FÁLMA stóð fyrir ljósmyndanámskeiði í haust og auk þess hafa félagar verð dug- legir að taka og sýna myndir undanfarið. HÍMA - félag hægrisinnaðra í MA. HÍMA gáfu út Hægri-tíðndi sem vakti mikla athygli, og enn meira umtal. ÍMA - íþróttafélag MA. ÍMA er búið að standa fyrir mörgum íþróttamótum og at- burðum svo sem Brunnárhlaupinu, bandý- og blakmóttinu og störukeppninni. KAFFMA - kaffivinafélag MA. KAFFMA kom til móts við kaffiþarfir menntaskælinga og vegna baráttu þeirra er nú hægt að kaupa kaffi í sjoppunni. Kakó-deild KAFFMA hefur verið komið á laggirnar við góðar undirtektir. Einnig buðu þau upp á kaffi á kvöldvökunni 6. nóvember. LAMA - landbúnaðarfélag MA LAMA hafa verið fremur óvirkir en þeir buðu þó upp á nýtt slátur og ferska mjólk í einum frímínútum á heppilegum degi í haust. LMA - Leikfélag MA LMA flutti stuttan leikþátt á ársháðtíð- inni, stóð fyrir leiklistarnámskeiði og nú standa yfir æfingar fyrir söngleikinn Chicago. Málfundafélag Hugins MFH hafði umsjón með hinni árlegu bekksagnakeppni og stóðu sig vel í ræðu- keppni á móti VMA-ingum. Þeir eru eins og er uppteknir við að þiálfa og æfa MORFÍS-líðið. Muninn - Skólablað MA Muninn opnaði nýja og endurbætta síðu í haust. Einnig gaf Muninn út jólablað, en þú heldur víst á því. MYMA - myndbandafélag MA MYMA stóð fyrir klippi- og myndatöku- námskeiði og verið er að taka upp stutt- mynd sem verður væntanlega frumsýnd nú í vor. Einnig stóðu þeir félagar fyrir skemmtilegum kvöldsamkomum í Kvos- inni þar sem sýndar voru ýmsar skemmti- legar myndir eins og t.d. Queen kvöld o.fl. PRÍMA - dansfélag MA PRÍMA er búið að skemmta okkur í tætl- ur með stuttu dansatriði bæði í frímínút- um og á árshátíðinni þar sem glæsilegir maga- og flamencodansarar komu fram. Þau stóðu fyrir magadans- og flamenco- námskeiðum í haust. QMA - Quake félag MA Lítið hefur komið frá QMA enn sem komið er. Eitt mót var þó haldið þar sem Quake aðdáendur komu saman og lönuðu. SAUMA - kór MA SAUMA stóðu sig frábærlega á árshátíð- inni og breytti út frá gömlum vana með því að syngja Bohemian Rhapsody eftir Queen. SPILMA - spilafélag MA SPILMA stóð fyrir spilakvöldi í kvosinni og sá til þess að fólk gat griðið í spil á kvöldvökunni. TÍMA - tryllingur í MA Fyrir utan stórglæsilegt kynningarmynd- band félagsins þá hefur lítið verið um trylling í MA í haust. TÓMA - tónlistafélag MA TÓMA snillingarnir heldu hinn árlega Stiðarvauk í haust með pompi og prakt í Kvosinni og eru auðvitað búin að vera duglegir að skemmta okkur í frímínútum með skemmtilegum tónum. VÍMA - vinstri menn í MA VÍMA-félagar eru búnar að vera mjög duglegir í vetur og eru búnir að halda fjóra umræðufundi, gefa út tvö glæsileg SANNLEIKS blöð og standa fyrir opnum fundum um málefni Iraks þar sem Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Sam- taka herstöðvaandstæðinga kom fram. VOLMA - Volvovinafélag MA Lítið sem ekkert hefur komið frá félögum í VOLMA í haust en þó grunar mig að þeir félagar hafi verið duglegir að safna myndum af Volvoum í gegnum tíðina og líti oft út um gluggann til að dást að Vol- voum á bílastæðinu. Tókum það með, . • trukki 440 fyrir jólin kr. Eitt verð fyrir alla jólapakka! Hámarksþyngd 20 kg, hámarksstæró 0,125 m3 (t.d. 50x50x50 cm)

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.