Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.2002, Blaðsíða 14

Muninn - 01.11.2002, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER MUNINN TONLIST Bólbræður frá byrjun Arnar og Ari stofnuðu hljómsveit árið 2000. Þeir drógu Pétur inn í hljómsveitina og kölluðu sig Bólbræður, en hugmyndin að nafninu kom frá Ara. Ari átti kassagítar, en hann var svo gamall að ekki var hægt að stilla hann án þess að slíta streng. Ari kunni ekki mikið á gítar en þó meira en Arnar, sem engan gítar átti og kunni engan veginn að spila, honum datt ekki í hug að spila á gítar, og átti langt í að verða góður. Pétur átti heldur engan gítar, en hafði lært á bassa. Bólbræður létu ekki svona smá- vandamál stöðva sig á hraðri uppleið og sömdu fyrsta lagið sitt sem þeir kölluðu “Villimaðurinn fann hnetu”. Lögin streymdu úr smiðju Bólbræðra og ekki leið á löngu fyrr en þeir voru komnir með efni í disk. Hljóðfærin sem þeir notuðu voru allskyns drasl úr herberginu og gítarinn. Til að fullkomna lögin sungu þeir eða gáfu frá sér furðuleg hljóð, sum hljóðanna gátu þeir aldrei endurtekið, en það sem skipti máli var að þau komu beint frá hjartanu. Þeir hleyptu öllu út. landi“ og „Konur = svín“. Á disknum eru fá taktföst lög, enda ýtt á REC og gengið tafarlaust að tónsmíðum. Aftur á móti eru þau fyndin, steikt og mjög furðuleg. Pétur eignaðist gítar sumarið 2001 og snemma á árinu 2002 fékk Ari almennilegan gítar. Amar hinsvegar fékk sinn í ágúst 2002 en hann hafði æft sig á gítar föður síns fyrir þann tíma. Allt gekk vel og þeir höfðu lært nokkur grip þegar þremenningamir gerðu næsta disk í röðinni, CD2. Hann er aðeins þróaðri en öskrin og furðuhljóðin á CDl, og fyrsta Bólbræðralagið með fyrirfram sömdum texta má finna á CD2. Það heitir „Lífið“ eftir Arnar. CD2 var stórt skref í sögu Bólbræðra og má segja að hann hafi opnað nýjar leiðir í tónlistarbransanum. Þessi nýja stefna var á allan hátt jákvæð, þeir þróuðu hljóðin yfir í texta og ruglið yfir í grip og útkoman var CD2. Þeir héldu áfram að spila og semja allan veturinn, en sumarið kom fljótt og Ari og Arnar fóru að vinna, Ari fór til Noregs og Arnar vann á leikskóla. Sumarið leið fljótt og veturinn 2002 skall á. Ari og Amar fóru í MA en Pétur í VMA. Arnar og Ari kynntust Andrési og varð hann loks fjórði Bólbróðirinn. Hvort það hafi verið jákvætt eður ei vita þeir ekki, en eins og sannur Bólbróðir segir: „Við erum við og það breytist ekki neitt, Bólbræðrahjarta verður aldrei þreytt“'. f öldudal Arnar Omarsson 1 .F Komnir á skrið Fyrsta diskinn sinn gerðu þeir veturinn 2000 og nefndu þeir hann CDl. Hann hef- ur að geima 30 mín. af stanslausri tján- ingu. Þar á meðal má finna smellina „Fugl- inn og svínið“, „18 vindstig á Norður- Bólbræður aðhyllast enga eina tónlistarstefnu, þeir eru rokk, pönk, popp og allt sem þeir geta verið, en ýmis vandamál komu upp í kjölfar inngöngu í MA. Þeir höfðu engan tíma fyrir æfingar því þeir voru of uppteknir af heimanámi og félagslífi sem fylgir námi við Menntaskólann á Akureyri. Þegar allir nema Arnar voru orðnir hund- leiðir á þessu Bólbræðra- standi, voru þeir á mörkunum að hætta en ákváðu samt að taka þátt í Stiðarvauk, hinni órafmögnuðu hljómsveitarkeppni MA. Þeir æfðu meira og meira og kynntust gríðarlegri streitu. Þeir höfðu aldrei spilað fyrir fleiri en fjóra og talan þrjúhundruð gerði þá svolítið hrædda. Þegar þeir heyrðu klappið, lyftust þeir upp úr svörtum heimi óhamingju og leiðinda og tókust á loft. Þeir lentu í 3. sæti; valdir bjartasta vonin og auðvitað hættu allir við að hætta og fóru að æfa á ný. Eftir keppnina var þeim boðið að spila á árshátíðinni og auð- vitað þágu þeir boðið. Þeir spiluðu „Lífið“, „Bólbræður“, „Froskurinn“, „Þróun“ og „Mig vantar“ í lokin. Fólk tók þeim vel og voru Bólbræður ánægðir eftir vel heppnað atriði á þessari skemmtilegu árshátíð Menntaskólans á Akureyri. Eftirvinnan Bólbræður komu fram í útvarpi Akur- eyrar daginn eftir árshátíðina og spjölluðu jafnt sem sungu í gleðivímu, því þeir höfðu aldrei komið fram í útvarpi áður. Heiðar er hetja Bólbræðra og munu þeir alltaf muna eftir Heiðari í 1 .F fyrir að hafa boðið þeim í fyrsta útvarpsviðtal Bólbræðra. Bólbræður ætla að veita Heið- ari þann heiður að verða fyrstur allra til að fá eintak af CD3 sem er næsti diskur Bólbræðra. CD3 er enn í vinnslu, en þeir ætla að selja/gefa hann í skólanum eftir áramót. Ef allt gengur að óskum mun CD3 verða 30 laga breiðskífa sem mun ná til hlustandans og fá hár til að rísa. Flest lög- in á disknum eru fyrirfram samin en þó leynast nokkur óskipulögð lög inn á milli. Munið bara: “ég er froskur, ég er ástfang- inn”, og þá fer allt vel að lokum.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.