Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.2002, Blaðsíða 16

Muninn - 01.11.2002, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER MUNINN Stjörnuspá Munins 2002 Tvíburar 27. maí - 20.júní Dvergakast og Fjölnir Þorgeirs munu kynna fyrir þér lífsspekina og beina þér inn á eðlis- fræðibraut. Þú munnt veikjast og missa litlu tána á vinstri löpp- inni. Orion mun missa niður um sig beltið og því munu þér vaxa hár á leyndum stöðum. Að horfa á myndband er góð skemmtun, mynd af þér er ekki við hæfi bama yngri en 33 ára. Litur. Neonblár Steinn: Nýmasteinn ^ ^ Krabbinn 21.júní 22.júlí Þú munt tapa í /V-'-uN , I § « \ lottoi, jafnvel tvisvar. Lalli Johns mun girnast þig á förnum vegi og ákveðið þið að ganga í fóstbræðralag. Með þessu munu þér bjóðast húsnæði á Hótel Glæsta Hrauni. Plútó fer þrefalt heljarstökk aft- urábak og gleypir tunguna í sér, sem þýð- ir að þú munt fá kol-krabba af miklum legum í ljósabekkjum. Litur. Appelsínubláblágulur Steinn: Húsafellshella 23.júlí - 22. ágúst Hlutirnir fara algerlega úr böndunum hjá þér. Þú veist aðeins eitt og það er að þú veist ekki neitt, og veist þó það. Þú munnt verða skáld og yrkja rímur um Ljónið, eða flónið, stjörnurnar eru ekki alveg vissar. Ljónið er eins og bónið það er djúpt eins og lónið og tvöfalt sem klónið konur munið, prjónið. Meyjan 23. ágúst - 22. sept Meyjan finnur kynhvöt í fjöru og verður við það flenging. Gakktu hratt um gleðinnar gátt því enginn veit sinn næturstað fyrr en sofnaður er. Jón mun eignast jónafélaga og saman mynda þeir jónatengi. Hafðu hugfast að eitt orð er betra en tvö stutt. Tíminn líður hratt á gervihnattaöld, hrað- ar sérhver...vúúúúvúúú. Heill sé Aglí! Vogin 23. sept. - 22. okt. Vogin lærir að tala, hún dettur, aftur, aftur, aftur. Þú færð afsagaða tví- hleypta haglabyssu með engu bakslagi í jólagjöf. Enginn ónáðar þig um jólin. Þú týnir sím- anum þínum og finnur hann aftur, og þó, nei. Þú munt skapa vafasamt, erótískt- listaverk. Evrópa verður á vegi þínum. y Sporðdrekinn ■ 23. okt. - 21. nóv .// Þú byrjar að æfa íþróttir en ■y' hættir snögglega eftir að þú áttar þig á því að þú sért í raun fjarskyldur ættingi pabba þíns í föðurætt. Merkúr tantrar Mars og þar með lifir þú álíka fjölbreyttu kynlífi og ánamaðkur í tilvistarkreppu. Þú kemst að því að lífið er í raun ostur án brauðs. Þú stundar hug- leiðslu. Bogamaðurinn 22. nóv. - 21. des. Þar sem allir vita að bogamaður er bestur gefa allir þér undir fótinn. Þú vinnur. Þú sigrar, þú munt leggja heiminn að fótum þér. Og jörðin hún sssnísssht um shólina, alveg einsh og ég. Þú leysir 5. stigs afstæðiskenninguna. Litur: Afstæður Steinn: Steini týndi. Steingeitin 22. des. - 19.janúar Steingeitin mun vera mjög steinuð (stoned) á komandi ári. Þar sem Júpíter mun falla lárétt inn í trapisu mynd af X-i má greina að mikil ólga verður í miltanu sem mun aftur leiða af sér ný samskipti við nýbúa. í sumar muntu setjast í bláan bíl. Litur: Grænköflóttur Steinn: Gunnsteinn Oskarsson Vatnsberinn 20.janúar - 18.febrúar Þú munt blotna á komandi Jjnl yA ári, jafnvel sjá þér fært að ((Mjr fara í sturtu. Stjömuþokan XE-300 mun snúast rang- sælis um pólstjömuna sem mun leiða til þín lítinn, ljótan, sveran, rauðhærðan stöðumælavörð. Takast með ykkur ástir (bæði kyn). Þú munt vakna á komandi vetri en sofa yfir þig í stærð- fræðitíma 23. mars. Litur: Glærskær Steinn: Nei Fiskarnir J9.febrúar - 20. mars Þú munt missa af mörgum góðum tæki- færum á árinu og tapa öllum peningum þín- um í happaþrennur. Satúmus sér sér ekki fært að mæta. Hjá þér mun ekkert gerast. Litur: Svartur Steinn: Tannsteinn Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Þú munt vinna óspart í happaþrennum á árinu. Lífið leikur við þig og þar sem tunglið snýst um jörð- ina mun Satúmus mæta í partýið þitt. Þú ert æði og þér mun verða boðið konungsdæmi sem þú þiggur. Litur: Rauður Steinn: Safír Nautið 20. apríl - 20. maí ^Kynlíf þitt verður í tmolum vegna til- ' rauna við trapissu- stellinguna. Maka- skipti eru á næsta leiti. Merkúr stendur homrétt í 30° miðað við inngeislun sólar. Þú tekur þátt í Guinnes World records primetime og mis- tekst við að verða fyrsta mennska vél- mennið. Litur: Vinstri grænir Steinn: Dvergasteinn Stjörnuspáin er ekki byggð á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Báðir höfundar eru á náttúrufræðibraut.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.