Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.2002, Blaðsíða 18

Muninn - 01.11.2002, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER MUNINN Sigurjón Kjartansson og Pétur Jóhann Sigfússon Tveir eru skemmtikxaftar sem borið hafa af öðrum í fyndni og gamansemi, þeir ráða báðir yfir sérstökum útvarpsþáttum til að landsmenn fái að njóta þeirra á hverjum virkum degi en auk þess hafa þeir haft ýmislegt annað fyrir stafni sem jafnan hefur vakið mikla eftirtekt landsmanna. Hér er að sjálfsögðu átt við þá félaga Sigurjón Kjartansson og Pétur Jóhann Sigfússon. Allt í einu æddi blaðmaður Munins inn í lítið herbergi þar sem sátu þessir tveir landsþekktu, eðajafnvel heimsfrægu, einstaklingar sem tóku kumpánalega á móti óreyndum blaðamanni. Það kom honum ekki á óvart hversu venjulegir þeir voru, né heldur að þeir væru vinalegir og almennilegir við venjulegt fólk - þótt það hafi auðvitað verið raunin. Sigurjón Kjartansson Hvað ertu gera nákvæmlega þessa dagana? Þú spyrð stórt. En ég er náttúrulega að stjórna mínum daglega útvarpsþœtti, Sigurjón Kjartansson & co á Radio X en þess á milli geri ég ýmislegt; ég er með uppistand þegar svo ber undir og svo er ég með mörg önnur járn í eldinum, til dœmis erum við Þorsteinn Guðmundsson búnir að skrifa kvikmyndahandrit og erum að vinna í því að fá það framleitt. Nú er margfrægt mál þitt og Leoncie, söngkonunnar fögru, hvernig standa málin þar? Ég er nú ekki alveg viss hvernig þettafer, en hún er búin að hóta mér lögsókn, blessuð konan, en hvort hún fer eitthvað lengra með það er ekki enn vitað. En þú veist sumsé ekki hvers vegna hún er að hóta þessari lögsókn? Nei, ég er í sannleika sagt ekki alveg viss um það, ég held að þú verðir að spyrja hana að því. En ég hefeftir því tekið að það er voðalega erfitt að vera vinur Leoncie, ég var að kynnast hennifyrir nokkrum vikum síðan, og á því tímabili hef ég farið bara „to hell and back“ og meira að segja menn sem töldust fyrir framan þjóðina vera vinir Leoncie, eins og Páll Oskar falla ekki í kramið hjá henni. Þegar ég tók viðtal við hana spurði ég hana einmitt: „Eruð þið Páll Óskar ekki svakalegir vinir?“ - „Nei“, svaraði hún þá móðguð. Leoncie er nefnilega óvinkona flestra. Hvað finnst þér um Guðna Agústsson, 1 andbúnaöarr áðherr a ? Guðni Ágústsson er eiginlega vinsœll afþví að hann er svona „silly“-karl, hann er vinsœll grínkarl og maður gerir eiginlega ekki mikinn mun á honum og eftirhermunni sem hermir alltaf eftir honum. En ég veit svo sem ekkert hvort hann er að standa sig eða ekki, er hann ekki bara einhvers konar Framsóknar-hrútur? Ertu búinn að sigra heiminn, og ef svo er, er það þá eins og að spila á spil? Já, ég er tvímælalaust búinn að því en ég er náttúrulega alltafað spila á þessi spil. Eg hef sigrað heiminn, og held svo áfram að spila á spil. Maður er nefnilega ekki búinn með öll trompin... aldrei. * Attu þér uppáhalds útvarpsþátt, hver er það og af hverju? Ég verð náttúrulega að segja að minn þáttur er í uppáhaldi, enfyrir utan hann eru ýmsir þættir sem hafa verið skemmtilegir í gegnum tíðina, þó er erfitt að nefna einhverja sérstaka þætti framar öðrum. En að lokum, hvernig höndlar þú frægðina? Mjög illa, hún er að stíga mér svo til höfuðs að það hálfa vœri nóg. Ég geng um með sólgleraugu í myrkri; þetta er ekki gott mál. Égfer meðfólk eins og svín, til dæmis var maður sem sat með mér í flugvél í dag og ég hneggjaði á En þú verður sumsé ekki fyrir áreitni á götum úti? Nei, ekki beinlínis, það eru bara svona krakkar sem að heilsa manni alltafmeð „Blessar“. Svo hitti ég reyndar mongólíta á flugvellinum í dag, helvíti hress og kátur karl, og hann kom með þessa mjög skemmtilegu, snilldarspurningu, sem égfœ mjög oft hjá þroskaheftu fólki - sem er yndislegt fólk: „Blessaður, þú heitir Jón Gnarr, er það ekki?“ - „Nei, nei“ svara ég. - „Já, en hvað heitir hann þáfélagi þinn í Radíusbrœðrum? “ Og svo var ég einu sinni í sturtu í Kópavogslauginni, ég held ég sé stoltastur afþví, að þá var þetta svona: „Já, blessaður, ég bið að heilsa Sigga.“ - „Sigga?“ spyr ég. - „Já, Sigga Hlö“. Þetta er mitt lífí hnotskurn. Pétur Jóhann Sigfússon Hvað ertu brasa þessa dagana? Ég er með útvarpsþátt, líkt og Sigurjón, nema á annarri útvarpsstöð; FM 95,7 en hann er á morgnana, kl. hálf sjö. Svo er ég náttúrulega með uppistand ogferðast um landið í því starfi. Það er í raun það eina sem ég má tala um. En er ekki erfítt að vakna svona snemma á morgnana til að fara til vinnu? Nei, það er ekkert erfitt. Eða jú, ég skal viðurkenna það að ég hefsofið yfir mig nokkrum sinnum, eins og landsþekkt er. En þetta er ekkert mál efmaður vaknar, þetta er bara ákveðin rútína en ef eitthvað bregður út af henni þá sefur maður yfir sig - efégfer ekki að sofa klukkan ellefu þá sefég yfir mig. Hefur þú eitthvað á móti rauðhærðu fólki? Nei, ég get nú ekki sagt það, ég hefbara gaman að öllu fólki. Eg á reyndar alveg eftir að prófa rauðhœrða stelpu, er kannski hœgt að redda því? [Blaðamanni verður hugsað til eins aðstoðarritstjóranna en blæs á hugmyndina.] En hvað fínnst þér um Davíð Oddsson? Hann minnir bara oft á lítið barn semfer að grenja efhann fœr ekki það sem hann vill, leggst í gólfið og lœtur illa þar til eitthvað er gert í málinu. En annars hef ég enga aðra skoðun á honum. Þú hefur þá ekki verið kallaður inn á teppi til hans? Nei, ekki ennþá, en það er komið í markmiðabókina mína. Fflar þú Kiss, og hvað fínnst þér um Komdu með á sumardj amm-lagið? Egfíla Kiss tvímœlalaust en Komdu með á sumardjamm veit ég ekki alveg með. Þetta lag gerði einhvern veginn útslagið. Eg get ennþá hlustað á upprunalega lagið með Kiss, en ég get ekki hlustað á Komdu með á sumardjamm, ekki lengur, enda þurfti ég aðfara með hann.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.