Kirkjuritið - 01.10.1958, Side 4

Kirkjuritið - 01.10.1958, Side 4
Ferð til biskupafundar og Biblíufélaga. Biskupafundir Norðurlanda eru 3. hvert ár, og skyldi nú halda i Ráttvik við Siljan í Dölunum 13.—17. ágúst. Ég varð nokkuð naumt fyrir að ná til fundarins í tæka tíð og varð því feginn að finna allmarga Norðurlandabisk- upa í lestinni frá Stokkhólmi til Ráttvik 13. ágúst. Var nú sýnt, að fundurinn myndi ekki hefjast fyrr en við kæmum. Nokkru eftir miðaftan vorum við í Ráttvik og dáðumst mjög að náttúrufegurðinni. Blikaði Siljan eins og gimsteinn í grænni umgerð skóganna. Okkur var fagnað hið bezta og ekið þegar til Garðs Vestur- ásstiftis, en þar áttu allir biskuparnir að dveljast, meðan á fundinum stæði, og var aðbúnaður með ágætum. Allir voru komnir, sem koma mundu, 30 alls. En forföll bönnuðu yfir- biskupum Norðurlanda að sækja fundinn. Salomies hafði fótbrotnað illa, Smemo varð að ganga undir uppskurð, Fugl- sang-Damgaard var um of önnum kafinn og Brilioth sjúkur. En eftirmaður hans, Hultgren frá Hernösand, kom; á hann að taka við erkibiskupsembættinu í Uppsölum 1. okt. Fundurinn var settur um náttmál, og réðu þeir mestu um fyrirkomulag hans Ysander frá Linköping, sem nú er elztur sænsku biskupanna, og Cullberg frá Vesturási. Hann lýsti tilgangi stofnunarinnar, sem við vorum í. Hún ætti að vera stórt, sameiginlegt heimili til eflingar trú og siðgæði. Þótt hún væri enn ung, væru ávextirnir þegar orðnir miklir af störfum hennar. Að þessu loknu var gengið til kvöldbæna í kapellu húss- ins. Fóru þær fram á hverju kvöldi. Auk þess morgunbænir og nóntíðir. Snemma næsta morgun fór fram altarisgönguguðsþjón- usta í sóknarkirkjunni. Var hún mjög hátíðleg, eins og venja

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.