Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 5
KIRKJURITIÐ 339 er með Svíum. Um leið og presturinn útdeilir brauðinu, segir hann-. Líkami Krists, gefinn fyrir þig. Blóð Krists, út- hellt fyrir þig. Eftir útdeilingu hvers hrings segir prestur- inn: „Farið í friði drottins“. Umræðufundir hófust með framsöguerindum hvem dag kl. 11. Var fyrst rætt mn þjóðkirkjuna og trúarflokkana og þá helgisiðina. Töldu margir nauðsynlegt að breyta nokkuð helgisiðabókunum, og mundu þess konar breytingar fara í hönd á næstunni. Skiptar skoðanir vom á því, hve langar prédikanir skyldu vera. Þó hölluðust fleiri að því, að þær skyldi stytta, einkum með tilliti til æskufólksins, sem vildi, að ræður væm fáorðar og gagnorðar. Annan daginn var rætt um konurnar og kirkjuleg emb- ætti, aðallega það, hvort konur mættu verða prestar. Urðu umræður miklar og skilningsbetri í garð kvenna en ég hafði búizt við. Þannig virðast nú allir biskupar Danmerkur orðn- ir þeirrar skoðunar, að konur megi vígja prestsvígslu eins og karlmenn, sé öllum vígsluskilyrðum fullnægt. Mesta athygli fannst mér vekja ræða Rosenquists frá Borgá í Finnlandi. Hann hélt því fram, að konurnar hlytu að mega rækja ýms þjónustuembætti í kirkjunni, enda væm 42 konur í Finnlandi þegar ráðnar til þess konar starfa. Hann hefði verið háskóla- kennari meir en aldarfjórðung og gæti því vel borið vitni um hæfileika þeirra í þessa átt. Er það þá rétt, spurði hann, þegar kona hefur kennt barni kristin fræði og búið að öllu undir fermingu, að banna henni að ferma það? Eða er það rétt, þegar kona hefur verið skriftamóðir og vakað yfir sálar- heill manna og boðað þeim syndafyrirgefningu, að banna henni að veita þeim altarissakramenti? Nei, ekki virtist hon- um það. Kirkjuþing Finna á að skera úr málum sem þessu. En vera má, að rétt sé að bíða nokkuð enn með að bera það fram, því að betra verður að fá samþykki þess með stómm uieiri hluta en litlum. Engar tillögur vom bornar fram í þessu máli. Virðist það sem betur fer verða minna hitamál en áður. Þriðja daginn var umræðuefnið: Kirkjan og heimsfriður-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.