Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 8
342 KIRKJURITIÐ mál, en eftir að þýða á 1000, sem 5% af jarðarbyggjum tala. Sala Biblíunnar er meiri en allra annarra bóka, en þó ekki meiri en svo, að 1 eintak kemur á hvert 1000 allra íbúa jarS- arinnar. Hún er útbreiddust í Noregi tiltölulega, 10 Biblíur á 1000 manns og 23 Nýja testamenti. Markmið Biblíufélaganna er það eitt að greiða Guðs orði Biblíunnar veg til allra, á því máli, er þeir skilja. Enn eiga félögin langt í land, einkum í Suðaustur-Asíu. Þar kemur aðeins ein Biblía á 10000 manns og eitt Nýja testamenti. Voru allir eggjaðir lögeggjan að safna miklu meira fé til útgáfu Biblíunnar, sem nú væri orðin dýrari en áður. En sízt af öllu mætti nú rifa seglin. Þessir fluttu erindi m. a.: Olivier Beguin: Hvað líður starfi Biblíufélaga vorra í dag? Dr. Ruben Josefson, skólastjóri: Hvers væntum vér af Biblíunni? Dr. Norman T. Cockburn, aðalritari Brezka Biblíufélagsins: Suður-Ameríka og Afríka. G. O. Rosenqvist: Hvernig eigum vér að nota Biblíuna? Auk þess voru nefndarfundir, og þannig nóg að starfa frá morgni til kvölds. Þegar langt var liðið á fundinn, kom Berggrav biskup, sem áður var formaður Sameinuðu Biblíufélaganna. Þótti mér mjög vænt um það að geta rifjað upp aftur eldri kynni mín við hann. Hann hefir legið þungar legur og honum ekki ver- ið hugað líf. En viljaþrótturinn og trúin halda uppi lífi hans. Hann flutti síðustu morgunbænirnar á fundinum, bað hann sérstaklega fyrir Islendingum og að landhelgismál þeirra mættu leysast farsællega. Skömmu eftir bænirnar skildumst við fundarmenn. Það var morguninn 21. ágúst. Sólin skein skært yfir Hurdalvatni og skógarlundunum. Fánarnir fimm blöktu hátíðlega. Hönd- um var veifað í kveðjuskyni. Berggrav var seztur í lítinn bíl við hliðina á syni sínum. Kveðja hans var síðasta kveðjan til mín. Fundasókn minni var lokið að þessu sinni. Heimförin ein eftir. Ásmundur GuSmundsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.