Kirkjuritið - 01.10.1958, Page 9

Kirkjuritið - 01.10.1958, Page 9
Séra Jón Norðfjörð Jóhannessen. Hinn 21. júlí síðastliðinn átti kirkja Islands á bak að sjá dygg- um og trúum þjóni, séra Jóni Norðfjörð Jóhannessen, er and- aðist nær áttræður að aldri. Hann sagði eitt sinn við mig: „Það er ekki rétt að nefna okkur, mig og mína lík,a, fyrrverandi presta. Það má kalla okkur fyrrverandi sóknarpresta. En við erum vígð- ir prestsvígslu og prestar verðum við alla ævi“. Þetta var honum mjög viðkvæmt mál, og það lýsir honum vel. Hann hugsaði eins og séra Valdimar Briem um Guðs ríkis starfið: Á meðan tungan má sig hræra, á meðan hjartað nokkuð kann sig bæra, hvert andartak, hvert æðarslag Guðs engla s)-ngi dýrðarlag. Séra Jón var fæddur í Reykjavík 6. október 1878, sonur Jóhanns skipstjóra Jóihannssonar og Ingibjargar Laurínu Jónsdóttur Norðfjörðs, konu hans. Hann missti föður sinn 5 mánaða gamall, og gjörðust þá kjörforeldrar hans Matthias Johannessen verzlunarstjóri og Magnea móðursystir hans. Séra Jón varð stúdent 1899 og fór þá til Vesturheims til þess að hitta móður sína. 1 förinni komst hann að starfi í lyfja- búð, og varð þekking hans í þeim efnum mörgum sóknar- börnum hans síðar að góðum notum. Hann varð kandídat í guðfræði 1903 og vígðist sama ár aðstoðarprestur séra Jón- asar Hallgrímssonar að Kolfreyjustað. Árið 1905 var honum

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.