Kirkjuritið - 01.10.1958, Page 10

Kirkjuritið - 01.10.1958, Page 10
344 IURKJURITIÐ veitt Sandfell í öræfum, og þjónaði hann þvi prestakalli til 1912. Síðan Staðastað 1912—22, Stað í Steingrímsfirði far- dagaárið 1922—23, Breiðabólsstað á Skógarströnd 1923—9, Stað í Steingrimsfirði 1929—41, Breiðabólsstað á Skógar- strönd 1941—46. Þá var hann settur til að þjóna Mosfelli í Grímsnesi um skeið í forföllum sóknarprests, og Ofanleitis- prestakalli í Vestmannaeyjum 1953. Séra Jón kvæntist 8. apríl 1904 Þuriði Filippusdóttur frá Gufunesi. Hún var búkona og dugnaðarkona hin mesta og kvenna fríðust. Þau eignuðust 3 dætur, sem nú eru allar hús- freyjur í Reykjavík. Frú Þuríður lézt 21.febrúar 1936. Ég kynntist séra Jóni fyrst, er hann var prestur á Staða- stað. Þá var haldinn þar héraðsfundur. Gestrisni og viðtökur þeirra hjóna voru með ágætum. Séra Jón prédikaði þá í Búða- kirkju, og man ég enn úr ræðu hans eftir öll þessi ár. Prests- störf fóru honum vel úr hendi. Við fórum saman austur í öræfi, þegar Hofskirkja var vigð 1954, og sagði hann mér margt frá árum sínum þar, m. a. björgun skipbrotsmanna og hjúkrun á heimili hans og öðrum heimilum öræfinga. Auðfundið var, hve hann hafði fest þarna djúpar rætur, enda mun honum hvergi hafa liðið betur. Hann ferðaðist um milli þeirra, sem hann hafði skírt og fermt, og annarra vina sinna, og mér fannst hann eins og yngjast allur upp við þessa heimsókn. Hann var auðsjáan- lega aufúsugestur. Hann var jafnan vel látinn af safnaðarfólki sínu, hvar sem hann dvaldist. Hann var glaður og reifur og skemmtilegur í tali. Heimili þeirra hjóna laðaði fólk að sér, og urðu þau ástsæl af söfnuðunum. Séra Jón var skyldurækinn embættismaður og naut sín þá bezt, er hann gat veitt bót við andlegum og líkamlegum meinum. Kirkjunni unni hann af alhug, henni vildi hann vinna það, sem hann vann. Við, sem þekktum ástúðlegan bróðurhug hans, söknum hans úr hóp okkar. Við óskum hon- um blessunar á feginsdegi ástvina og nýrra starfa á Guðs vegum handan við hafið. Á. G.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.