Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 12
346 KIRKJURITIÐ venjulegu máli og með kristilegu hugarfari um vandamál líð- andi stundar, heldur en romsa upp úr sér „kristileg" orða- tiltæki jafnvel um einhver trúarsannindi, sem raunar engin deila stendur um. Einstrengingsleg áherzla á kenninguna er hættuleg, engu óbrýnna að ræða siðgæðisgrundvöllinn og sið- ferði einstaklinga og þjóða. Kirkjan gæti oft verið djarfari og jákvæðari. Ætti ekki að ýta undir neinar vangaveltur um til- veru lifandi Guðs né glæða efasemdir um upprisu Krists. Gæti sagt hitt og sýnt ævinlega og alls staðar, að hún trúir á lifandi Guð og veit, að Kristur er upprisinn. Þetta er henn- ar grundvöllur og tilveruréttur. Eitt er vist og mergur þessa máls: Það er ekki sök blað- anna, ef rödd kirkjunnar heyrist þar of sjaldan. Það er þá vegna þess, að menn hennar kunna ekki nógu vel að halda á pennanum. „Rauði páfinn". Svo er rektor trúboðsháskóla kaþólsku kirkjunnar í Róm kallaður, vegna sinnar rauðu kórkápu. Maður mikilla valda og áhrifa, og hefir svo lengi verið. Hann hefir ekki aðeins með höndum yfirstjórn þeirrar fræðslu, sem trúboðsnemarnir fá, hann á líka að móta stefnu þeirra i starfinu, og er það ekki minna vert. Propaganda fide nefnist trúboðsstofnun kaþólskra, og er ekkert smáræði, hvernig sem á hana er litið. Talið er, að 98000 prestar, munkar og nunnur starfi nú í þjónustu henn- ar, enda lætur hún mikið til sín taka í flestum löndum heims. Henni verður heldur ekkert lítið ágengt, t. d. hefir fjöldi ka- þólskra svertingja í Afríku vaxið úr 4.5 milljónum árið 1933 í 19 milljónir 1958. Samt standa mál hennar og kristninnar allrar ískyggilega. Fólksfjölgun þeirra þjóða, er aðra trú játa, er svo gifurleg, að ekki er annað sýnna en að áhrif kristn- innar fari síþverrandi, ef ekki kemur eitthvað nýtt til sög- unnar. Því segja fróðir menn, að nú hafi orðið eftirtektar- verð stefnubreyting hjá yfirstjórn kaþólska trúboðsins.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.