Kirkjuritið - 01.10.1958, Page 13

Kirkjuritið - 01.10.1958, Page 13
KIRKJURITIÐ 347 Allir vita, að kristin kirkja hefir frá öndverðu átt öndvegi sitt á Vesturlöndum og síðar einnig vestan hafs og í Nýju álfu. En síðustu aldirnar hafa „kristnar“ þjóðir sótt mjög á hinar fjölmennu þjóðir Asíu og Afríku í tvennum skilningi: Með trúboð sitt og landvinninga. Þótt þetta eigi að vera al- gerlega óskyld mál, verður því ekki neitað, að sömu mennirn- ir virðast oft hafa unnið að hvoru tveggja í sama tilgangi. Orðtakið um Bretann, að hann leiti alls staðar auðlinda með sverðið í annarri hendi en Biblíuna í hinni, sannar það. Og mótblásturinn, jafnvel ofsóknirnar, sem kristin kirkja hefir víða orðið fyrir í Asíu og Afriku síðustu áratugina, þar sem fornar nýlenduþjóðir hafa endurheimt frelsi sitt, stafar af þessu. Kínverjar flestir og margir, sem líkt er ástatt um, telja kristinn mann sama og hvítramannadindil og útsendara ev- rópískra yfirdrottnara. Því eru þeir hataðir og ofsóttir, teknir af lífi eða reknir úr landi. Því verður ekki neitað, að þetta á stundum við bein rök að styðjast. Ekki síður óbein. Flestar trúboðskirkjur liafa fylgt evrópísku kirkjuformi út i æsar að kalla, einnig vesturlenzkum siðvenjum á flestum öðrum svið- um, en vanmetið og barizt gegn öllu — einnig góðu — í trú og siðum hinna innfæddu. Þetta var unnt, meðan „kristnir menn“ gátu leikið hlutverk heimsdrottnarans. Nú er það vægast sagt orðið vafasamt. Og þá virðist kirkjunni, ekki sízt hinni kaþólsku, vera orðið ljóst, að hún á um tvennt að velja: Annað hvort að vera eingöngu kirkja hvítra manna og halda þá fast við einstrengingslegar reglur í trú og siðum, eða al- heimskirkja, sem hlýtur að verða mjög margbreytileg í öll- um ytri formum og að sumu leyti að kenningu, eftir þvi í hvaða landi hún starfar. Þess eru merk dæmi í sögunni, eink- um af starfi Jesúíta bæði í Kína og Suður-Ameríku, að trú- boðar hafa framfylgt hinni siðamefndu stefnu. En fram að þessu hefir fyrr eða síðar verið fyrir það girt af yfirstjóm kirknanna, af undanlátssemi við heimsdrottnana. Píus páfi 12. mun lengi hafa haft hug á að breyta til á þessu sviði, en ekki fengið því framgengt fyrr en nú. Biondi heitir rauði páfinn og er maður mjög aldurhniginn.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.