Kirkjuritið - 01.10.1958, Page 14

Kirkjuritið - 01.10.1958, Page 14
348 KIRKJURITIÐ Hann hefir lengi setið i embætti sínu og þótti mjög dugandi og allvíðsýnn, enda með mikla reynslu af trúboðsakrinum. En í vetur þótti páfa brýnt að skipa honum aðstoðar- og eftir- mann, enda er Biondi 86 ára. Talið er, að um það hafi orðið mikil átök á „hærri stöðum“. Svo standa sakir, að kaþólsku kirkjunni kemur nú hvað mest fé frá Bandaríkjunum. Þar eru að vísu ekki nema 34 milljónir rómversk-kaþólskra manna, og því álitið óhugsandi, að kaþólskur maður geti orðið þar for- seti í náinni framtíð. En hitt mun þá hafa dreymt um, að ef til vill gætu þeir lagt til næsta páfann. Víst er, að „kúrían“ (æðsta kirkjustjórnin) verður að taka tillit til þeirra. Þess vegna gerðist það í vor, að páfi skipaði Samúel Alphonsus Stritch, erkibiskup í Chicago og aðalfjárhaldara kaþólsku kirkj- unnar í Ameríku, aðstoðar- og eftirmann Biondis kardínála. Þessi útnefning olli umtali og jafnvel deilum. Því verður ekki neitað, að innan kaþólsku kirkjunnar eru margir, sem telja að engu betra sé, að hún verði amerísk heldur en evrópísk. Francois Mauriac, nóbelskáld, hefir m. a. sagt: „Menn geri sér það bara i hugarlund, að Spellman kardínála (í New York) yrði falin æðsta stjórnin í andlegum og veraldlegum efnum innan kaþólskrar kristni! Það væri kirkjunni upphaf sinna mestu mótgangstima, síðan Filippus fríða leið.“ — Það var Filippus, sem flutti páfann til Avignon og gerði hann að handbendi Frakkakonunga. Með tilliti til kalda stríðsins rnilh austurs og vesturs telja menn það enn ósnjallara og uggvæn- legra, að páfastóllinn yrði háður Bandaríkjamönnum og jafn- framt Nato, í stað þess að leita allra ráða til að auka skilning þjóðanna á því, að kristindómurinn á erindi til allra, og kirkj- an er alþjóðleg i eðli sínu. En harmsaga hennar, hve hún hef- ir víða og lengi verið háð veraldlegum valdhöfum. Og nú er eins og forsjónin sjálf hafi gefið páfanum nýtt tækifæri til að rétta við taflið. Stritch erkibiskup féll í valinn fáeinum vikum eftir að hann kom til Bómar og fékk þar fremur kaldar viðtökur Biondis, sem taldi, að önnur sjónar- mið hefðu átt að ráða við val eftirmanns hans. Árið 1946 (og einnig 1953) sýndi Píus páfi, að hann var

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.