Kirkjuritið - 01.10.1958, Page 15

Kirkjuritið - 01.10.1958, Page 15
KIRKJUMTIÐ 349 hafinn yfir það þröngsýna sjónarmið, að Italir ættu að mestu að ráða um stjórn hinnar alþjóðlegu kirkju. Þá skipaði hann svo marga nýja kardínála af erlendum uppruna, að landar hans, ítalirnir, komust í fyrsta sinn í hreinan minni hluta. I hinu 70 manna kardínálaráði eru nú aðeins 39 frá Evrópu allri. Og nú hefir þetta viðsýni og skilningur Píusar 12. aftur borið hærra hlut í afdrifariku vali. Nýlega skipaði hann Arm- eníumanninn Georgij Pjotr Agagianian aðstoðar- og eftirmann Biondis, í skarð Stritchs, sem fyrr getur. Agagianian var áður patriarki armenísku einingarkirkjunnar í Líbanon. Hann er fyrsti maðurinn utan Evrópu, sem sezt í slíkt valda- og tign- arsæti innan kaþólsku kirkjunnar, og meðal annars talinn mestur kaþólskra sérfræðinga í sovétskum málum. Strax sjást þess líka merki, að hann hyggst gera- kirkjuna óháðari evróp- ískri stjórn, því að hann hefir boðið til biskupafundar á Man- illu í desember. Skulu þar mæta biskupar í Austurlöndum fjær, og mun Agagianian þá kunngera betur hina nýju stefnu á trúboðsakrínum. Þetta er eitt af vortáknum tímanna. Landhelgismálið. Stéttarbróðir minn spurði mig glottandi fyrir nokkru síðan: „Hvað segir nú Kirkjuritið um landhelgismálið?“ Ég skildi, að honum fannst það mundi sýna óþarfa yfirlæti að minnast á það hér. En ég er honum gersamlega ósammála, og kemur það að nokkru fram í pistlinum um kirkjuna og blöðin. Kirkj- an á að láta sig öll mál varða og mest velferðarmál einstakl- inga og stétta. Annars einangrast hún í þjóðlífinu, verður ekki óáþekk gömlu hlóðaeldhúsi, sem að vísu stendur, þótt búið sé að byggja nýtt íveruhús, en eldur er sjaldan tekinn upp í. Þetta kemur líka bert fram í mörgum erlendum kirkju- blöðum, að þau ræða innlenda stjórnmálaviðburði og heims- málin frá sínu sjónarmiði. Ég er einn af þeim, sem treysta því, að við vinnum sigur í landhelgismáilnu, af því að við höfum góðan málstað. Ekki af því, að aðrar þjóðir hafa þegar tekið sér slík yfirráð yfir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.