Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 16
350 KIRKJURITIÐ landhelginni, heldur vegna þess, að okkur er það ekki einum lífshagsmunamál, heldur öðrum þjóðum nauðsyn, að komið sé í veg fyrir ofveiði. Ég hefði kosið, að okkur sjálfum hefði heldur ekki liðizt togveiðar innan 12 milna svæðisins. Úr því má bæta. Grátbroslegt er að heyra Bretann halda því fram, að við höfum ekki rétt til að helga okkur þetta litla svæði af land- grunninu, —¦ sem er svo örlítið, þegar að er gáð, — á sama tíma og þeir meina mönnum siglingar um víðáttumikil svæði á úthöfunum, þegar þeir eru að reyna þar manndrápssprengj- ur eða við flotaæfingar. Auk þess sem þeir kasta eign sinni á allan sjávarbotninn margar mílur frá ströndinni, ef þar er von um einhver verðmæti. Hernaðaraðgerðir þeirra hér við land eru líkastar því sem jötunvaxinn hermaður mundi byssusting að litlu, varnarlausu barni, og hóti því að skjóta það, ef það geri ekki allt eins og honum sýnist. Slíkt er ekki þeim mönnum sæmandi, sem kenna sig við Krist. Slík „kristni" minnir á sögu Thor Heyer- dahls af því, er Perúbúar ýmist drápu niður íbúa Páskaeyjar eða hnepptu þá í þrældóm 1862. En lögðu síðan ekki úr höfn eftir hryðjuverkin, fyrr en þeir voru búnir að halda upp á jólin. Svona „kristindómur" hefir um aldir gert Kristi og kirkju hans meira ógagn en allar ofsóknir, níð og hvers konar andstaða. Grjótkastið á enska sendiherrabústaðinn voru hrópleg mis- tök og mikil vansæmd unglingunum, sem þar voru að verki, þótt þeir fremdu þetta af óvitahætti. Við hötum ekki Breta, enda vitum við, að brezkur almenningur stendur hér ekki að baki. Meðal hans eru margir á okkar bandi, og verða æ fleiri, þegar reykský áróðursins hefir lagt sig og þeir vita betur. En við megum ekki láta undan. Engin kynslóð hefir rétt til að búa niðjum sínum hörmung og ófrelsi vitandi vits. Þess vegna taka allir Islendingar höndum saman um að gæta réttar síns í þessu máli, og allt innbyrðis nöldur út af þvi verður að þagna. Þetta er ekkert mál stjórnmálamanna ne stjórnmálaflokka á Islandi, heldur málstaður Islands og ls-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.