Kirkjuritið - 01.10.1958, Side 19

Kirkjuritið - 01.10.1958, Side 19
Táknmál kirkjunnar. öll kirkjuleg myndlist byggist fyrst og fremst á táknmáli kirkjunnar. Táknin voru upphaflega nokkurs konar mynd- letur, sem þeir einir skildu, sem höfðu fengið sérstaka fræðslu 'í fræðum og leyndardómum trúarinnar. Flest listaverk trúarlegs eðhs verða ekki skilin nema af þeim, sem eitthvað hafa lært í þessrnn táknum. Og má einn- ig telja ólíklegt, að unnt sé að skapa kirkjuleg listaverk í byggingalist, myndlist og höggmyndalist án þess að lista- rnaðurinn hafi áður kynnt sér að einhverju leyti þann grund- völl eða jarðveg kirkjulegrar tjáningar, sem nefna mætti táknmál kirkjunnar. Raunar kemur þessi skilningur að sumu leyti ósjálfrátt ttieð uppeldi, siðum og lífsformum kristins þjóðfélags. En samt ber á þvi, að fólkið er nú ekki eins kunnugt og innlifað þessu táknmáli og áður var, meðan lögð var meiri stund á að kenna börnum og unglingum trúarleg fræði. Það er þó tiltölulega auðvelt að kenna hin einföldustu trú- avleg tákn, t. d. í teiknitimum eða kristinfræðistundum. Og getur slik fræðsla orðið ótrúlega mikils virði til að dýpka °g víkka sjónarsvið og skilning á þessu sviði. Einföld og sér- stæð eru þessi tákn, auðveld, og segja mikið i stuttu máli, ef svo mætti að orði komast, þótt þau verði að margbrotnum listaverkum, ef þau eru samsett á fjölbreytilegan hátt. Skulu hér nú nefnd nokkur þessara tákna og sagt, hvað þau merkja hvert út af fyrir sig. Krossinn er algengasta tákn kristins dóms og um leið hið belgasta. Hann túlkar boðskap kærleikans og um leið leynd- ardóm þjáningarinnar, sem felur í sér sigur lífsins, uppris- 23

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.