Kirkjuritið - 01.10.1958, Qupperneq 20

Kirkjuritið - 01.10.1958, Qupperneq 20
354 KIRKJURITIÐ una. Meðal heiðingja í Rómaveldi var krossinn merki svi- virðingar og bölvunar, en með krossdauða Krists hófst helgi hans og dul. Þríhyrningur er tákn heilagrar þrenningar, Guðs föður, Guðs sonar og Guðs heilags anda, og felur því í sér allar æðstu hugsjónir mannshugans. Stundum er auga teiknað eða mótað innan í þríhyrningnum, og er þá lögð áherzlan á alls staðar-nálægð og alskyggni Guðs. Enn fremur getur þríhyrningur táknað þrívídd rúmsins. Það er að segja alver- una og alheiminn. Hvít dúfa er tákn heilags anda, sem færir tilverunni frið og mildi af hæðum og boðar velþóknun Guðs. Hringur er tákn eilífðarinnar og hinnar undarlegu hring- rásar, sem flestir hlutir virðast háðir, sbr. sólarhringur, árs- hringur, hringrás mannsævinnar, brautir stjarnanna. Regnbogi er tákn sambandsins milli Guðs og manna, him- ins og jarðar, tíma og eilífðar, sýnilegs og ósýnilegs, og oft nefndur friðarbogi í þeirri merkingnu, þar eð dýrð hans boð- ar mildi og náð Guðs yfir syndugri sál. Slangan táknar freistingu, synd og hrösun, yfirleitt hið illa og hættulega. Pálmagrein merkir sigur, upprisu og ódauðleika. Pálmagreinar voru sigurtáknin í kappleikum Forn-Grikkja og nefndust „stefanos“, þar af nafnið Stefán, sem þýðir sigursveigur. Fiskur er eitt hið elzta tákn fyrir Krist sjálfan og kemur fyrir í katakombunum í Róm, en þar finnast einmitt flest þessi tákn i sinni upphaflegustu mynd. Þau voru þá tjáning- arform kristna fólksins, þegar það gat varðað líf og limu að tjá sig i orðum og riti, en svo var oft á ofsóknartímum. Fiskur er á grísku „ikþys“, en stafirnir í því orði mynda upphafsstafina í grísku orðunum, sem tákna orðin: Jesús Kristur, Guðsson, frelsari. Lamb og vínviður gátu líka táknað Krist, allt eftir því, sem leggja þurfti áherzlu á í eðli hans eða boðskap hverju sinni; en auðveldast er i því sambandi að skilja og nota fangamark

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.