Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 21
KIRKJURITIÐ 355 Krists, en það er ritað eins og samandregið P og X, og er sam- ansett af tveim fyrstu stöfunum í orðinu Kristur á grísku. Rós táknar sælu, unað og fögnuð, hún getur einnig flutt boðskap um fegurð, sakleysi og hreinleika eftir lit og gerð. HjartaS er tákn ástar og kærleika, ekki sízt ef yfir því brennur bjartur og skær logi. Kórónan minnir á veldi Krists og tign Guðs, hún getur einnig táknað laun Guðs-barnsins, smbr. ljóð Hallgríms: „Dýrðar kórónu dýra/Drottinn mér gefur þá." Þá eru grísku stafirnir A Q tákn upphafs og endis og oft notuð aðeins nöfn þeirra Alfa og Ómega. Ljósastikur geta táknað dyggðir kristins manns. Þríarma ljósastika minnir þá á trú, von og kærleika. Akkerið er tákn vonarinnar, metaskálar tákn réttlætis og dóms, skip með krosstré í stað siglu og segls er tákn sjálfr- ar kirkjunnar. Og það tákn er nú að ná sinni fornu frægð sem merki alkirkjuhreyfingarinnar. Svona mætti lengur telja. Og enn má skapa hin fegurstu og spaklegustu listaverk úr táknum kristins dóms. Þau eru í senn einfaldar, barnalegar myndir, sem barnshönd getur teiknað og mótað en fela í sér boðskap eilífrar speki og óföln- andi fegurðar. Þessar myndir taka við, þegar orðin þrýtur til að túlka tilbeiðslu, lotningu og ást hins mannlega hjarta. Árelíus Nielsson. Framtakssemi er að gera það, sem rétt er, án þess að vera sagt það. — Elbert Hubbard. Bentu mér á mann, sem í staðinn fyrir að vera alltaf að fjölyrða um, hvað ætti að gera, fer og gerir það. — Elbert Hubbard. Atlas hefði aldrei lyft jörðinni á herðar sér, ef hann hefði leitt hug- ann að því, hvað hún er þung. — Elbert Hubbard.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.