Kirkjuritið - 01.10.1958, Qupperneq 21

Kirkjuritið - 01.10.1958, Qupperneq 21
KIRKJURXTIÐ 355 Krists, en það er ritað eins og samandregið P og X, og er sam- ansett af tveim fyrstu stöfunum í orðinu Kristur á grísku. Rós táknar sælu, unað og fögnuð, hún getur einnig flutt boðskap um fegurð, sakleysi og hreinleika eftir lit og gerð. HjartaS er tákn ástar og kærleika, ekki sízt ef yfir því brennur bjartur og skær logi. Kórónan minnir á veldi Krists og tign Guðs, hún getur einnig táknað laun Guðs-bamsins, smbr. ljóð Hallgrims: „Dýrðar kórónu dýra/Drottinn mér gefur þá.“ Þá eru grísku stafirnir A Q tákn upphafs og endis og oft notuð aðeins nöfn þeirra Alfa og Ómega. Ljósastikur geta táknað dyggðir kristins manns. Þríarma ljósastika minnir þá á trú, von og kærleika. AkkeriS er tákn vonarinnar, metaskálar tákn réttlætis og dóms, skip með krosstré í stað siglu og segls er tákn sjálfr- ar kirkjunnar. Og það tákn er nú að ná sinni fomu frægð sem merki alkirkjuhreyfingarinnar. Svona mætti lengur telja. Og enn má skapa hin fegurstu og spaklegustu listaverk úr táknum kristins dóms. Þau eru í senn einfaldar, barnalegar myndir, sem bamshönd getur teiknað og mótað en fela i sér boðskap eilifrar speki og óföln- andi fegurðar. Þessar myndir taka við, þegar orðin þrýtur til að túlka tilbeiðslu, lotningu og ást hins mannlega hjarta. Árelíus Níelsson. Framtakssemi er að gera það, sem rétt er, án þess að vera sagt það. — Elbert Hubbard. Bentu mér á mann, sem í staðinn fyrir að vera alltaf að fjölyrða um, hvað ætti að gera, fer og gerir það. — Elbert Hubbard. Atlas hefði aldrei lyft jörðinni á herðar sér, ef hann hefði leitt hug- ann að því, hvað hún er þung. -— Elbert Hubbard.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.