Kirkjuritið - 01.10.1958, Page 22

Kirkjuritið - 01.10.1958, Page 22
Að vestan. (Úr bréfi til biskups.) Okkur var það mikið ánægjuefni að fá skeyti þitt í byrjun Kirkju- þingsins. Las ég það fyrir þingheimi og gestum sunnudagskvöldið 8. júní, fyrst á ensku og svo á íslenzku, þar sem alltaf er býsna margt af fólki, sem ekki skilur islenzkuna okkar. Var kveðju þinni fagnað að verðleik- um og mér falið að senda áleiðir þakkir Kirkjufélagsins fyrir stuðning þinn á liðnum árum og alla aðstoð, sem þú hefir gefið Kirkjufélaginu og þjóðræknismálum Islendinga í Vesturheimi. Þá var mér einnig falið að flytja þér þau boð, að þú hefðir verið endurkjörinn heiðursverndari Kirkjufélagsins, og biðjum við þig að gera okkur þá ánægju að þiggja það embætti. Kirkjuþingið var mjög ánægjulegt. En það, sem setti mestan svip á það og gerir það alveg ógleymanlegt, var vigsla tveggja ungra manna af islenzkum ættum. Voru það þeir séra Wallace Martin Berman, ætt- aður úr Nýja-fslandi, sem hefir verið kallaður til Minneota-prestakalls- ins í Minnesota, þar sem hann tekur við prestakalli séra Guttorms heit- ins Guttormssonar, og séra Ölafur Donald Olsen, ættaður úr Winnipeg, sem tekur við Argyle-prestakallinu, þar sem séra Friðrik heitinn Hall- grimsson þjónaði sem lengst, og þangað sem hann Magnús prófessor Már Lárusson var kallaður um árið. Eru þetta hinir efnilegustu menn, sem luku námi með miklum ágætum og eru óðfúsir að hefja nú starf sitt. Voru þeir vigðir við morgunguðsþjónustu i Fyrstu Lútersku Kirkjunni í Winnipeg, að viðstöddum miklum mannfjölda. Séra Valdimar J. Eylands prédikaði, en altarisþjónustu höfðum við séra Eric Sigmar með hönd- um. En meðal vígsluvotta var séra Rúnólfur Marteinsson, fjörgamall, sem var nú að sækja sitt 59. Kirkjuþing; einnig var séra Eirikur Brynj- ólfsson, frá Vancouver, enda þótt honum sé nú stundum nær skapi að segja „frá tJtskálum", svona af gömlum vana, meðal vigsluvotta. En þetta var ekki eina vígslan, sem fór fram á þessu þingi. Um kvöld- ið var önnur vígsla, ekki síður hátíðleg. Þá var vígð frú Laufey Ólsen, ekkja séra Carls Ölsens. Er hún það, sem hér kallast „Deaconess“, en ekki veit ég, hvað við mundum kalla það ó íslenzku. Hún er ekki kvenprest- ur, þar sem hún mó ekki fremja nein prestsverk, en prédika má hún, og hennar aðalstarf er að sjó um unglingastarf og sunnudagaskóla, heim-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.