Kirkjuritið - 01.10.1958, Page 24

Kirkjuritið - 01.10.1958, Page 24
358 KIRKJURITIÐ Ég spurði einhvern, hvernig honum liði. Sá brást ókvæða við og spurði mig, hvernig ég héldi að honum liði nema vel á svona dásamlegum stað! Og það er eins og annar andi hafi tekið við á heimilinu, það er alls staðar bros og létt skap. Er nú næst á dagskrá að reyna að byggja eitthvert hús, þar sem það gæti fengizt við einhverja vínnu, og standa vonir til, að það geti orðið bráðlega. Fór mjög vel á því, að hinu 74. Kirkjuþingi ís- lenzka líirkjufélagsins lyki á Betel, þar sem varla heyrist enskt orð og einhver sá alíslenzkasti andi ríkir, sem ég þekki. Mér finnst Betel islenzk- asta heimilið í heimi. Ólafur Skúlason. Upphafsvers Lilju sungið við konungsvígslu. Við vígslu Ólafs Noregskonungs í Niðarósi í vor var sung- ið eftirfarandi erindi úr Lilju við lag eftir norska tónskáld- ið Alf Hurum: Almáttigr guð, allra stétta yfirbjóðandi engla og þjóða ei þurfandi stað né stundir, stað haldandi í kyrrleiksvaldi, senn verandi úti og inni, uppi og niðri og þar í miðju, lof sé þér um aldr og ævi, eining sönn í þrennum greinum. Versið var sungið á íslenzku strax að lokinni fyrirbæninni fyrir kónginum og Konungssöngnum. í kómum voru um 100 manns. Jóhannes Smemo yfirbiskup Norðmanna skrifar: „Jeg tör trygt forsikre, at dette leddet i gudstjenesten virket meget sterkt og bidrog til á knytte dagen sammen med den rike gamle historie, som vi har felles ogsá med Island.“ G.Á.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.