Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 25
Nokkrar scrgnir um Saurbœjarpresta. „Hver einn bœr á sína sögu, sigurljóS og raunabögu." Þar sem ýmsar sagnir eru til um séra Hallgrím Pétursson á prenti og þvi ýmsum kunnar, sleppi ég að geta þeirra hér, enda sumar þjóð- sagnakenndar. Er séra Hallgrímur var orðinn sjúkur, tók hann aðstoðarprest, Torfa Jónsson að nafni, en hann andaðist eftir 1 ár, vorið 1668, 45 ára að aldri. Var hann sonur séra Jóns Böðvarssonar í Reykholti, en hafði áður í 5 ár verið kennari við Skélholtsskóla. Næsti prestur í Saurbæ var Hannes Björnsson, er kom þangað árið 1668. Var hann fyrsta árið aðstoðarprestur séra Hallgrims, er lét af emb- ætti árið 1669 vegna veikinda. Var séra Hannes prestur í Saurbæ í 29 ár. Sleppti brauðinu við son sinn árið 1697 og dó þar 1704, 73 ára að aldri. Sonur séra Hannesar og eftirmaður var Torfi Hannesson. Kom þangað sem prestur 1692 og var i 5 ár aðstoðarprestur föður síns. Var alls prest- ur í Saurbæ í 36 ár. Drukknaði í Leirá 8. febr. 1728, 58 ára að aldri. Kona hans hét Elin Jónsdóttir, prests á Staðarhrauni Guðmundssonar. Þeir feðgar munu hafa verið efnamenn, að minnsta kosti er séra Hannes talinn „vel efnaður maður, stórhuga og frændríkur". Hafa þeir feðgar þannig haldið staðinn eða prestakallið í 60 ár. Fjórði prestur frá séra Hallgrími var séra Þorvarður Auðunsson. Kom til staðarins árið 1729 og var þar í 46 ár. Faðir hans var Auðun, prestur á Borg á Mýrum (d. 1707) Benediktsson, prests á Hesti (d. 1724) Péturs- sonar, Teitssonar prests í Lundi, Péturssonar. Móðir séra Auðuns var Þóra Þorvarðardóttir í Bæ, Magnússonar á Suður-Reykjum, Þorvarðs- sonar sama staðar Þórólfssonar, Eyjólfssonar á Hjalla í ölfusi Jónssonar. Séra Þorvarður var nokkra hríð heyrari (kennari) í Skálholtsskóla, vigðist 1729 prestur til Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd og andaðist þar l.rnai 1775, 70 ára. Aðstoðarprestur hans síðasta árið var Björn Þorgrims- son, er síðast var prestur að Setbergi í Eyrarsveit. Séra Þorvarður var tvíkvæntur, og var fyrri kona hans Sigriður Magnúsdóttir Sigurðssonar, en síðari kona hans var Valgerður Pálsdóttir, systir Gunnars prófasts i Hjarðarholti og Bjarna landlæknis, og átti hann engin börn með þeim.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.