Kirkjuritið - 01.10.1958, Síða 26

Kirkjuritið - 01.10.1958, Síða 26
360 KIRKJURITIÐ Séra Þorvarður fóstraði um hrið Hannes Finnsson, er síðar varð biskup, og gaf honum 60 hundruð eftir sinn dag, og jörðina Kambshól í Svínadal gaf hann til fátækra barna uppfræðingar í Saurbæjarsókn. Séra Þor- varður samdi langar prédikanir út af píslarsögu Krists, en þær hafa ekki verið prentaðar. Hann var ráðsvinnur maður og fésæll, guðhræddur, spakur og stöðuglyndur, siðavandur og reglufastur, og sæmilegur i prests- verkum, og var haldinn með merkilegustu prestum í Skálholtsstifti á sinni tíð, segir í prestaæfum Daða Níelssonar. Hann var þannig i Saurhæ öll prestsskaparár sín, 46 eins og áður er sagt, og andaðist þar 1775. Fimmti: Björn Þorgrímsson kom þangað árið 1775 og var þar 11 ár. Séra Bjöm var einn af merkisprestum í Saurbæ og prófastur þar i sýslu. Var hann sonur Þorgríms Sigurðssonar sýslumanns í Hjarðarholti. Það- an er Thorgrimsensættamafnið, og var Þorgrímur sýslumaður langafi Guðmundar Thorgrimsen verzlunarstjóra (1841—86) á Eyrarbakka, en afi séra Þorgrims, er síðar var prestur í Saurbæ. Séra Bjöm varð pró- fastur 1783, en flutti frá Saurbæ að Setbergi í Eyrarsveit 1786. Var þá við úttektina séra Eirikur Vigfússon í Reykholti, siðar prófastur þar, en viðtakandi séra Jón Oddsson Hjaltalin. Um úttektina er þess eins get- andi, að prófastur hafði gefið kirkjunni altarisklæði, sem enn er til í Saurbæ og notað, af „finu, rauðu rósaplussi", fóðrað og „með gulum silkifmnsum, samt bróderuðum kransi, nöfnum og ártali í miðju fyrir kirkjuleg sýslumanns Thorgrims Sigurðssonar d. 1785 og þriggja barna prófasts utan kirkju“. Séra Björn varð einnig prófastur í Snæfellsnes- sýslu 1793. Sagði af sér prestsembætti 1816, eftir 42 ár, og dó 1832, 83 ára að aldri. Sjötti: Jón Hjaltalin. Kom að Saurbæ, eins og áður er sagt, árið 1786; var hann skáld og orti tíðarímur (vísur), skógarbrag o. m. fl. Hann var sonur Odds lögsagnara á Rauðará í Reykjavik, Jónssonar Hjaltalins sýslumanns í Kjósar- og Gullbringusýslu. Prestur var hann fyrst 1777 að Hálsi i Hamarsfirði (Djúpavogi), svo að Kálfafelli á Siðu 1780, Hvammi í Norðurárdal 1783, Saurbæ 1786 og loks að Breiðahólstað á Skógarströnd 1811—1834. Dó þar 1835, 86 ára. Var prestur í Saurbæ 24 ár, en alls 57 ár. Tvígiftur og átti mörg börn. Meðal barna hans var Jón Hjaltalin landlæknir, er var fæddur í Saurbæ. Sjöundi: Þórður Jónsson. Kom árið 1811 og var aðeins 4 ár. Hann var sonur Jóns bónda í Flekkudal í Kjós, Jónssonar prests að Reynivöll- um Þórðarsonar. Vígður að Kaldaðamesi í Flóa 1798. Hafði brauðaskipti eftir 4 ár í Saurbæ við prest í Lundi í sömu sýslu og flutti þangað 1815. Var prestur 35 ár, dó 1834, 65 ára.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.