Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 27
KIRKJURITIÐ 361 Áttundi: Engilbert Jónsson. Kom að Saurbæ árið 1815 og var í 5 ár eða til dauðadags 1820. Séra Engilbert var sonur Jóns bónda á Krögg- ólfsstöðum í ölfusi, Eyjólfssonar prests á Snæfuglsstöðum (Grimsnesi). Vígður aðstoðarprestur að Ólafsvöllum 1773. Veitt brauðið 1774 og prest- ur þar til 1790, þá að Lundi til 1815, er hann skipti við séra Þórð Jóns- son. Dó í Saurbæ 1820, á sjötugasta og þriðja ári, og prestur 48 ár. Hann var þrígiftur og átti mörg börn. Talinn ,bezti skrifari og lærdómsmaður, en gamaldags og búralegur. Sagt er, að eitt sinn, er tekin var gröf í kirkjugarðinum, hafi komið upp hellusteinn mikill, hafi prestur þá sagt, að hella þessi skyldi látin á leiði hans. Var svo gert, og er þessi flati steinn í kirkjugarðinum með krossmarki á gangstígnum út i kirkjuna. Einn af afkomendum hans var Ögmundur skólastjóri Sigurðsson, og kunni hann margar sögur um þennan forföður sinn og sumar slark- kenndar. Niundi: Helgi Thordersen. Kom að staðnum 1820 og var í 5 ár. Faðir hans var Guðmundur fangavörður í Reykjavik. Vígðist að Saurbæ, þaðan að Odda 1825—1836, svo dómkirkjuprestur í Reykjavik, þar til hann varð biskup 1846. Dó 1867, 73 ára. Kona hans Ragnheiður Stephensen amtmanns. Þegar séra Helgi fór frá Saurbæ var brauðið óveitt, en af- hent i bili Gunnari stúdent Þorsteinssyni (prests Snæbjarnarsonar i Njarðvik). Gunnar bjó að Hliðarfæti í Saurbæjarsókn. Að visu var brauð- ið veitt 20. ág. s. á. Hannesi Stephensen Stefénssyni amtmanns. Vígður 25. sept., en hann fékk veitingu fyrir Görðum á Akranesi 8. nóv. s. á. og fór því þangað, en ekki að Saurbæ. Eins og kunnugt er, þótti Helgi biskup ágætur prédikari og hinn skörulegasti prestur, en bæði var, að hann var stutt prestur í Saurbæ, enda kunnu sóknarmenn engar sagnir um hann. Geta vil ég þó einnar, og er sögumaður minn séra Jens pró- fastur Pálsson i Görðum, og er sagan þó næsta ótrúleg: Helgi biskup átti að hafa sagt, er hann bar saman Odda og Saurbæ: „Saurbær gerði mig ríkan, en Oddinn vann upp sin gæði". Oddinn hefir ætið verið tal- inn tekjumikið brauð, þar er heyskapur mikill. Aftur eru landkostir betri í Saurbæ og fé því vænna. Aðdrættir einnig hægari, sjóveg. Sonur Helga biskups var séra Stefán i Kálfholti, síðar í Vestmannaeyjum, þar sem hann, áður en hann vígðist, hafði verið settur sýslumaður. Séra Stefán var faðir Ragnheiðar Hafstein ráðherrafrúar, er var uppeldis- og fóstur- dóttir Sigurðar Melsteds lektors. Tíundi presturinn (frá Hallgr. Péturssyni) var Halldór Magnússon. Kom hann til brauðsins árið 1826 og var 10*4 ár. Faðir séra Halldórs var Magnús sýslumaður Gislason biskups Magnússonar á Hólum. Fyrr

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.