Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 28
362 KIRKJURITIÐ var hann prestur til Keldnaþinga á Rangárvöllum og bjó á Stokkalæk. Varð bráðkvaddur einn á ferð 22. des. 1836, á sextugasta og öðru ári. Hafði hann komið að Eyri síðla dags, og var boðin næturgisting. Fannst prestur örendur daginn eftir skammt fyrir neðan Kambshól í Svínadal. Var hann að koma fyrir sveitarómaga.. Snjór var mikill á jörðu og því mikil ófærð. Kona hans hét Guðrún Arngrímsdóttir, en synir þeirra voru séra Jón, prestur og prófastur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, faðir séra Sæ- mundar i Hraungerði, föður séra Ólafs í Hraungerði og Geirs vígslu- biskups á Akureyri. Var séra Halldór þannig langafi þeirra Hraungerðis- bræðra. Annar sonur séra Halldórs var séra Arngrímur é Bægisá. Yfir leiði séra Halldórs í Saurbæjarkirkjugarði hefir verið lagður flatur steinn með áletrun. Ellefti prestur: Arngrimur Halldórsson, þess síðastnefnda. Vígður 1836. Hann hefir þjónað í Saurbæ frá jólum 1836 að líikndum til fardaga 1838, þar til séra Ólafur Hjaltested kom, og að mestu leyti (1 ár) fyrir hann. Var siðar í 20 ár (1843—1863) prestur að Bægisá í Eyjafjarðarsýslu. Kona hans, Guðrún Magnúsdóttir frá Þorlákshöfn, missti vitið og varð sveitlæg um síðir. Um séra Arngrím hefi ég heyrt eina vísu, sem ekki er eftir hafandi (niðvisa). Tólfti presturinn er merkispresturinn séra Ölafur Hjaltested. Kom hann árið 1838 og var i lOJ/j ár. Var sonur Einars Hjaltesteds verzlunar- stjóra á Akureyri. Séra Ólafur var hinn fyrsti skólastjóri við barna- skólann i Reykjavík, éður en hann varð prestur. Hann vigðist að Saurbæ og fékk veitingu fyrir brauðinu 9. marz 1837, en flutti þangað vorið 1838, og dó þar „úr langvarandi brjóstveiki" 29. nóv. 1848 ógiftur og barnlaus. Fjáður vel og gaf eftir sinn dag Strandarhreppi tvær jarðir: Tjtskála- hamar í Kjós og Jörfa á Kjalarnesi; eínnig 800 rikisdali, og skyldi verja ársvöxtum til jarðabóta í Strandarhreppi. Voru þannig komnir 2 gjafa- sjóðir (legöt) í sókninni og hreppnum. Séra Ólafur Hjaltested hafði aldrei mikinn búskap í Saurbæ. Fyrstu 6 árin hefir hann verið hjá bróður sínum, Georg Pétri, sem bjó þar og var hreppstjóri. Hann (þ. e. G. Pétur) dó 20. júní 1846 úr mislingum (hinum fyrstu, er gengu yfir landið og voru hinir mannskæðustu). Átti 8 börn með konu sínni Guðriði Magnúsdóttur. Hún var siðasta árið bu- stýra hjá séra Olafi. En í tvibýlinu 1845—1847 var bústýra hans Guðrún dóttir þeirra Péturs og Guðriðar. Hún giftist vorið 1847 Guðm. E. Jóns- sen presti að Möðruvallaklaustri, siðar Arnarbæli. Séra Ólafur Hjaltested var listaskrifari, og er hrein snilld á allri prestsþjónustu-bókfærslu hans. Voru þær bækur við prestakallið, er ég tók við, en eru nú fyrir alllöngu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.