Kirkjuritið - 01.10.1958, Síða 30

Kirkjuritið - 01.10.1958, Síða 30
364 KIRKJURITIÐ Dætur séra Þorgríms voru hinar mestu friðleiks- og myndarkonur. Kynntist ég tveimur þeirra. Elzt var Steinunn í Höfn, seinni kona Pét- urs Fjeldsteds Sivertsens bónda í Höfn; áttu þau tvo syni, Torfa Sívert- sen bónda í Höfn, er kvæntist Þórunni Rikharðsdóttur húsfreyju i Höfn, nú komin hótt á óttræðisaldur, og Sigurð prófessor Sívertsen. Torfi í Höfn dó ungur eða rúmlega fertugur að aldri, en Þórunn hefir búið þar enn með Pétri syni sínum. Mér er í minni hin tigulega og friða, aldraða kona Steinunn Sivertsen, er ég kom að Höfn. Hún tók mér ætið mjög innilega og hélt mjög af mér sem sóknarpresti sinum. Var hún flestum þeim kostum búin, sem góða konu og húsfreyju mega prýða. Hún var elskuð og virt af hjúum sinum og öllum þeim, sem kynntust henni. Bar hún með sér, að hún var af góðum og göfugum ættum. Eftir að hún hafði dvalið rúm 50 ár i Höfn, fluttist hún til Sigurðar Sivertsens, sonar sins, þar sem hún andaðist i hárri elli. Hin dóttir séra Þorgrims, sem ég kynnntist, var Ragnheiður á Grund á Akranesi, mjög höfðingleg og fönguleg kona, sem mikið kvað að. Fyrri maður hennar var Halldór Sig- urðsson, er drukknaði, þeirra dóttir Petra, er giftist Júliusi Johnsen. Seinni maður Ragnheiðar á Grund var Þorsteinn R. Jónsson á Grund; birtust oft blaðagreinar eftir hann í blöðum, vel skáldmæltur. Er enn ó lifi blindur. Einkadóttir Ragnheiðar og Þorsteins er Emilia, gift Þórði Ásmundssyni, kaupmanni og útgerðarmanni á Akranesi. Gamall maður tjáði mér, að lestaflutningur séra Þorgrims Thorgrim- sens, er hann flutti að Saurbæ, hefði verið mjög fátæklegur, en i Saurbæ efnaðist hann talsvert, er hin efnilegu börn hans komust upp. Guðmundur sonur hans var hinn mesti dugnaðarmaður. Séra Þorgrímur var 62 ára, er hann kom að Saurbæ, var enginn atkvæðamaður, en stilltur og hægur. Kona hans, Ingibjörg, var kvenskörungur, og kvað því meira að henni en presti. Sagt var, að bóndasyni einum í sókninni hefði litizt vel á prestsdæturnar í Saurbæ og fært þeim gjafir. En smátt og smátt giftust þær og fóru úr foreldrahúsum. Frú Ingibjörg vildi ekki láta bóndason gefa upp alla von og sagði við hann: „Ein er eftir enn.“ Fór þó svo að lokum, að hóndasonur fékk enga þeirra. Fjórtándi presturinn var séra Þorvaldur Böðvarsson. Kom að staðn- um árið 1867 og var 18 ár, eins og fyrirrennari hans. Faðir hans var séra Böðvar Þorvaldsson prests og sálmaskálds í Holti undir Eyjafjöll- um. Séra Þorvaldur var vigður 1848. Prestur að Stað í Grindavik frá 1850. Kom þaðan með konu, Sigríði Snæbjarnardóttur, og 4 börn. Lét af emhætti 1886 sjötugur að aldri og fluttist til Akraness, þar sem þrir synir hans (Snæhjöm, Böðvar og Vilhjálmur) voru kaupmenn. Lifði þar

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.