Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 31
KIRKJURITIÐ 365 í 10 ár og dó 26. óg. 1896. Séra Þorvaldur var glaðsinni og orðhvatur og ritaði prýðilega hönd. Bjó hann dágóðu búi i Saurbæ, enda mun hafa komið með nokkurt bú frá Stað. 'ímsar sagnir eru um séra Þorvald, og eru sum ummæli hans svo klúr, að vart er eftir hafandi. Eitt sinn í samkvæmi ætlaði Þorkell bóndi á Þyrli, er var dálítið kenndur, að stríða presti, strýkur um maga hans og segir: Þessi hefir nú tint í sig. Prestur svarar: Það er ykkar sómi að hafa þriflegan prest. Prestur átti skip og flutti allar vörur sjóleið frá Reykjavik. Vildi þá oft svo til, jafnvel í byrjun sláttar, að það gerði norðanátt og gaf ekki til baka. Bar þá svo við, að prestur varð að biða allt að viku með menn sina, unz leiði kom. Heimsótti hann þá kunningja sina og ýmsa heldri menn, og höfðu menn gaman af spaugsemi hans og hnyttyrðum. Þegar mislingarnir gengu vorið 1882, dó margt fólk úr þeim hér í Reykjavik. Var Hallgrimur Sveinsson síðar biskup þá dómkirkjuprestur. Varð þá séra Þorvaldi að orði: „Ég held, að fari að verða forgylltar lúkurnar á honum séra Hall- grimi; Það er munur eða í Saurbæ, þar sem aldrei er opnuð gröf.“ Þegar Böðvar sonur hans var trúlofaður Helgu konu sinni Guðbrands- dóttur, er asgt, að séra Þorvaldur hafi sagt: „Ég spurði Böðvar minn að, hvort hann ætlaði að fara að eiga þessa Hvítadalsdrós, og auminginn sagði alltaf já.“ Það orð ló ó i Reykjavík, að norðanátt mundi brótt koma, er séra Þorvaldur væri kominn. Heyrði ég, að sjómenn voru að tala um þetta, or ég fór vestur á Hliðarhúsastig (nú Vesturgata), og var þá séra Þor- valdur að lenda í skósíðri vaxdúkskápu, með pípuhatt á höfði: Já, jó, nú held ég, að hann komi ó norðan, fyrst séra Þorvaldur í Saurbæ er kom- >nn. Löngu seinna er ég staddur í Reykjavík um haust, í miklu noiðan- i'oki. Kem ég inn á skrifstofu til Hallgrims biskups. Segir þá biskup: ijAlltaf er náttúran söm við sig, er Saurbæjarpresturinn er ó ferðinni." Sýnir þetta, hve trú sjómannanna var útbreidd. Séra Þorvaldur mun hafa þótt góður prestur og skörulegur. Sigriður kona hans var prúð og myndarleg kona og heimilið snyrtilegt. Kom ég þar tvivegis og gisti þar á skólaferðum mínum. Synir hans voru hin mestu prúðmenni og myndarlegustu menn. Var ég góðkunningi þeirra allra. Jón prókonsúll var bekkjarbróðir minn, hinn ógætasti maður. Séra Þorvaldur var latinumaður, góður höfðingi í lund. Eitt sinn missti fó- tækur barnamaður í sókninni kú, og lét þá prestur færa honum kú úr fjósi sinu. Sýndi þetta höfðingsskap. Þegar séra Helgi Sigurðsson (stofnandi Forngripasafnsins), prestur að Melum í Melasveit, fékk lausn frá embætti 2. okt. 1883, var það

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.