Kirkjuritið - 01.10.1958, Side 32

Kirkjuritið - 01.10.1958, Side 32
366 KIRKJURITIÐ prestakall sameinað Saurbæ; voru þar 2 kirkjur, að Melum og Leirá. Séra Þorvaldur tók við þessu sameinaða prestakalli, en þar sem hann var þá kominn nær sjötugu, er ekki ósennilegt, að sa erfiðisauki hafi flýtt fyrir afsögn hans„ þó hann léti svo um mælt, að velta mætti tómri tunnu um prestakallið. Litlu siðar var þó Melakirkja sameinuð Ijeirár- kirkju, Kirkjurnar eru siðan 2 í Saurbæjarprestakalli. Sagt var, að séra Þorvaldi hefði fallið þungt að fara frá' Saurbæ og viljað heldur flytja í kirkjugarðinn, enda leið honum þar yfirleitt vel, enda þótt nokkuð mótdrægt kæmi líka fyrir hann, sem oft vill verða. Fimmtándi presturinn er séra Jón Benediktsson, vigðist aðstoðarprestur að Hvammi í Dölum. Var hann í Saurbæ í 14 ór. Var sonur séra Bene- dikts í Eydölum Þórarinssonar. Prestur að Söndum í Dýrafirði 1859, svo í Görðum á Akranesi 1865—1886. Lét af embætti 1900, fór að Stóra-Botni til Helga bónda sonar síns og dó þar 17. marz 1901. Séra Jón var lágur maður, en þrekinn, rammur að afli, klerkur dágóður, stilltur og hægur, nokkuð drykkfelldur á yngri órum. Hann byggði alls staðar þar, sem hann var: á Söndum baðstofu, i Görðum stórt steinhús, með ærnum tilkostnaði, en eigi að sama skapi vandað, enda vantaði þá kunnáttu í þeirri grein. Stendur steinhúsið enn, mannlaust, þvi að siðan 1925 eru Garðar á Akranesi í eyði, en mikið af Garðalandi hefir ver- ið tekið til ræktunar af Akurnesingum. I Saurbæ byggði hann timburhlöðu, sem enn stendur, er tekur uni 500 hesta, fyrir fé, er prestakallinu tilheyrði, enn fremur timburíbúðar- hús, með prestakallsláni til 20 ára; greiddi ég afborganir og rentur af lóni þessu í 12 ár fró þvi séra Jón sagði af sér. Hús þetta var snoturt, en of litið fyrir mig, en sá galli var ó því, að það var frá byrjun trekk- fullt. Stóð það þar til í vor, að það var rifið og byggt steinhús. Séra Jón var bláfótækur á Akranesi, en efnaðist talsvert í Saurbæ og átti laglegt bú, og mun Bjarni sonur hans, er var mikill dugnaðarmaður, hafa ótt góðan þótt í betri afkomu prestsins. Þau hjón urðu fyrir þeirri miklu raun að missa 3 börn sín uppkomin í Saurbæ, og 2 synir þeirra, sem eftir lifðu, óttu við heilsuleysi að striða, sérstaklega Bjarni, sem í fjöldamörg ár var injög heilsuveill. Loks drukknaði hann í vognum inn af Hval- firði, þá búsettur í Reykjavík. Sonur hans er Jón Bjarnason kaupmaður hér í bæ. Helgi sonur séra Jóns bjó lengi á Stóra-Botni og var um skeið hreppstjóri. Sonur hans er Jón Helgason ritstjóri, skáldmæltur. Séra Jón var þrotinn að heilsu aldamótaárið 1900, er ég tók við stöðunni, og andaðist árið eftir. Jarðarför hans fór fram á laugardag fytir páska 1901 og varð allsöguleg. Ég messaði að Leirá ó föstudaginn langa

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.