Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 33
KIRKJURITIÐ 367 og fór síðan frá kirkjunni, ásamt fleira fólki, inn að Stóra-Botni um kvöldið, og gistum við þar um nóttina. Er talin 3 stunda leið frá Saur- bæ og inn í Botnsdal. Snjór var talsverður á jörðu. Á laugardagsmorgun flutti ég húskveðju i Stóra-Botni, en á leiðinni, er komið var út fyrir Þyril, skall á hríð allmikil; var samt förinni haldið áfram að Saurbæ. Var þar fólk fyrir, bæði frá Akranesi og úr Melasveit, prófastur séra Jón Sveinsson skyldi jarða. Veðrið fór nú hriðversnandi. Við fluttum sína ræðuna hvor í kirkjunni. Er jarðarför var lokið, var komin stórhríð á norðan með feikna fannkomu. Allir þeir, sem við jarðarförina voru, urðu þvi að vera um kyrrt i Saurbæ um nóttina. Á páskadaginn brutust þeir hraustustu burtu, en margir voru einnig næstu nótt, þar sem byln- um slotaði ekki fyrr en seinni hluta dags, eða á annan í páskum 1901. Ég varð því að hýsa margt af jarðarfararfólkinu í 2 nætur, en hrossin voru látin í hlöðuna, þar sem þar var allmikið rúm. Sakaði þvi hvorki menn né skepnur, og allir komust á endanum heílu og höldnu til heim- ila sinna. Hygg ég, að þetta hefði þótt í frásögur færandi nú á tímum. Ég hefi áður lauslega minnzt á legötin, sem sókninni tilheyra og sem prestarnir séra Þorvarður Auðunsson og Ölafur Hjaltested gáfu. Séra Þor- varður gaf jörðina Kambhól — Kambhólslegat. Skyldi afgjaldi jarðar- innar varið til fræðslu fátæku eða fátækum ekkjubörnum, eftir nánari fyrirmælum gjafabréfsins. Sóknarpresturinn í Saurbæ skyldi hafa um- sjón ásamt með jörðinni og útbýta styrkjum. 1 tíð séra Þorgríms Thor- grimsens var þetta komið í ólag. Eftirgjöldum varið til að kaupa plóg, styrkja lestrarfélög o. fl., en séra Þorvaldur Böðvarsson kippti þessu aftur í lag, og eftirgjaldinu var útbýtt til fátækra barna í sókninni. Stóð svo alla prestskapartíð þeirra séra Þorvalds og séra Jóns. Er ábúendaskipti urðu a Kambshól, gat ég hækkað eftirgjald jarðarinnar, sem var mjög lágt, °g þannig lagt til hliðar árlega litla fjárupphæð. Þegar þannig voru komnar 1 þúsund krónur, lagði ég þær í Söfnunarsjóð Islands, svo þær skyldu ekki verða að eyðslueyri, og leggst nokkuð af vöxtum árlega við höfuðstól. En ekki veit ég, hvernig nú er hagað til með úthlutun. 1 minni tíð gerði ég árlega reikningsskil til prófasts og biskups. Hjaltestedslegat var afhent sókninni í tíð séra Þorvaldar Böðvarssonar. Skyldi vöxtum varið til verðlauna fyrir unnar jarðabætur. Yfirstjórn- endur voru prófastur og sýslumaður. Séra Þorvaldur kom góðu skipulagi a úthlutunina, ásamt hreppstjóra, en vöxtum var árlega öllum úthlutað, svo að sjóðurinn stóð í stað. Legatið átti sem áður er sagt 2 jarðir, Ut- skálahamar í Kjós og Jörfa á Kjalarnesi. Ég seldi kot þetta, sem var hjá- leiga frá Hofi, með talsverðum hagnaði, Birni Kristjánssyni, sem þá átti

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.